- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi og félagar náðu aðeins í annað stigið í Lundi

Tryggvi Þórisson leikmaður IK Sävehof í vörn fyrir miðri mynd. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof sitja áfram í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 16. og síðustu umferð ársins í deildinni sem fram fór síðdegis og í kvöld. Leikmenn máttu gera sér jafntefli að góðu í heimsókn til Lugi í Lundi, 27:27. Lugi er í næst neðsta sæti og hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. Sävehof hefur 27 stig í efsta sæti, er tveimur stigum á undan Skövde eins og sjá má í stöðutöflunni neðst í fréttinni. 


Tryggvi skoraði ekki mark að þessu sinni en kom nokkuð við sögu í vörninni. 

Trym Skoglund tryggði HF Karlskrona annað stigið á heimavelli gegn neðsta liðinu, HK Aranäs, 27:27. Stigið er nýliðum HF Karlskrona mikilvægt í baráttu neðstu liðanna. HF Karlskrona komst upp í 10. sæti af 14 liðum. HK Aranäs var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12, og virtist um tíma ætla að taka bæði stigin með sér heim. 

Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði eitt mark fyrir HF Karlskrona. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki mark að þessu sinni. Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki með HF Karlskrona vegna meiðsla. 

Phil Döhler lék síðari hluta leiksins í marki með HF Karlskrona og varði sjö skot, 37%. 

Arnar Birkir markahæstur

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk í 13 tilraunum þegar lið hans Amo tapaði á heimavelli fyrir Hammarby, 31:23. Arnar Birkir var markahæstur leikmanna Amo og fékk hæstu einkunn þeirra, 4,2.

Þar með verður gert hlé á keppni í sænsku úrvalsdeildinni í karlaflokki fram yfir Evrópumót landsliða sem hefst í Þýskalandi 10. janúar og lýkur 18 dögum síðar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -