- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tuttugu leikmenn með á EM – kalla má í sex leikmenn

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svipaðar reglur verða í gildi varðandi fjölda leikmanna í hverjum landsliðshóp á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði og var á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem haldið var í Egyptalandi snemma á þessu ári.


Tuttugu leikmenn verða í hverjum hóp sem mætir til leiks. Af þeim má tefla 16 fram í hverjum leik. Tilkynna þarf fyrri hluta leikdags hvaða 16 leikmenn úr 20 manna hópnum taka þátt í leiknum sem stendur fyrir dyrum þann daginn.


Til viðbótar má kalla til leiks sex leikmenn til viðbótar og skipta þeim út fyrir þá sem fyrir eru í 20 manna hópnum á leikstað vegna meiðsla, veikinda, eftir geðþótta landsliðsþjálfara eða af öðrum ástæðum á meðan á mótið stendur yfir. Þó mega aldrei vera fleiri en 20 leikmenn skráðir hverju sinni í keppnishóp hvers landsliðsins.


Sexmenningarnir verða að vera af 35 manna lista sem hvert þátttökuland sendir til mótsstjórnar í byrjun desember.


Allir leikmenn, þjálfarar og starfsmenn landsliða verða að leggja fram bólusetningavottorð eða sönnun fyrir að hafa veikst af kórónuveirunni. Þeir sem ekki uppfylla þess skilyrði fá ekki að taka þátt í Evrópumeistaramóti karla 2022.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -