- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir af þeim bestu samherjar í fyrsta sinn í kvöld

Aron Pálmarsson leikmaður danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir af allra bestu handknattleiksmönnum samtímans, Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen, verða í fyrsta sinn samherjar á handknatteiksvellinum í kvöld. Aron hefur jafnað sig af meiðslum og er klár í slaginn með danska stórliðinu Aalborg Håndbold þegar það tekur á móti Slóveníumeisturum Celje Lasko í fyrstu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.


Aron hefur misst af síðustu leikjum Aalborg eftir að hafa meiðst í leik við GOG í meistarakeppninni í Danmörku í lok ágúst. Þess vegna hafa Aron og Hansen ekki verið saman í liði Aalborg fram til þessa. Hansen hefur jafnt og þétt tekið meira þátt í leikjum liðsins eftir því sem styrkur hans hefur aukist. Hansen fékk blóðtappa í annað lungað í mars.


Mikil eftirvænting ríkir Álaborg fyrir leiknum í kvöld enda binda heimamenn miklar vonir við stjörnum prýtt lið sitt sem hefur rakað til sín öflugum leikmönnum síðasta árið. Þar eru fremstir í flokki Aron, sem kom til félagsins fyrir ári, og Hansen í sumar. Koma hins síðarnefnda hefur ennþá aukið áhugann fyrir liðinu en Hansen er einn þekktasti og vinsælasti íþróttamaður Danmerkur um þessar mundir.


Stefan Madsen þjálfari Aalborg Håndbold segir í samtali við Nordjyske í morgun að Aron hafi jafnað sig á meiðslunum. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -