- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir KA-menn eru í færeyska landsliðshópnum

Allan Norðberg hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tveir leikmenn KA hafa verið valdir í færeyska karlalandsliðið sem leikur tvo síðustu leikina í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Um er að ræða Nicholas Satchwell markvörður og Allan Norðberg, örvhenta skyttu og hægri hornamann.


Færeyska landsliðið er í hörkuriðli með Austurríki, Rúmeníu og Úkraínu í undankeppninni og á ennþá möguleika á að tryggja sér a.m.k. þriðja sæti riðilsins. Fjögur af átta liðum riðlakeppninnar sem hafna í þriðja sæti öðlast keppnisrétt á EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs.

Verða að vinna á heimavelli

Takist Færeyingum að vinna úkraínska landsliðið í Þórshöfn 26. apríl glæðast möguleikar þeirra á þriðja sætinu en ekki verður að fullu ljóst fyrr en eftir síðustu umferð riðlakeppninnar sunnudaginn 30. apríl hvaða landsliðið komast áfram í lokakeppnina af þeim sem verða í þriðja sæti. Færeyska landsliðið mætir Austurríki á útivelli í lokaumferðinni.

Austurríska landsliðið hefur unnið alla leiki sína til þessa í riðlinum og er öruggt um sæti í lokakeppninni í Þýskalandi í janúar á næsta ári.

Nicholas Satchwell markvörður KA og færeyska landsliðsins við öllu búinn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Gangi allt upp hjá færeyska landsliðinu og það vinnur báða leikina sem eftir eru opnast möguleiki á öðru sæti riðilsins.
Uppselt er á leik Færeyinga og Úkraínumanna í Þórshöfn 26. apríl.

Bíða með val á einum

Þjálfarar færeyska landsliðsins, Peter Bredsdorff-Larsen og Lars Porskær Møller, hafa valið 15 leikmenn sem koma til æfinga í Þórshöfn frá og með 23. apríl. Vegna meiðsla verður sextándi og síðasti leikmaður liðsins ekki valinn fyrr en nær dregur þeim tíma sem landsliðið kemur saman til æfinga.


Færeyski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Nicholas Satchwell, KA Akureyri (ISL).
Pauli Jacobsen, H71.
Aðrir leikmenn:
Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN).
Rói Berg Hansen, HØJ (DEN).
Peter Krogh, H71.
Tróndur Mikkelsen, Ryger Stavanger (NOR).
Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN).
Pauli Mittún, Kristiansand (NOR).
Óli Mittún, IK Sävehof (SWE).
Elias Ellefsen á Skipagøtu, IK Sävehof (SWE).
Hákun West av Teigum, Skanderborg-Århus (DEN).
Allan Norðberg, KA Akureyri, (ISL).
Pætur Mikkjalsson, AMO (SWE).
Teis Horn Rasmussen, Follo HK, (NOR).
Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -