- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir oddaleikir- undanúrslit hefjast á sunnudaginn

Leonharð Þorgeir Harðarson verður ekki með FH á næstunni. Mynd/J.L.Long

Oddaleikir tveir í átta liða úrslitum Olísdeildar karla sem standa fyrir dyrum fara fram á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Annað kvöld mætast Haukar og KA á Ásvöllum klukkan 19.30 og verður þá leikið til þrautar.


Á fimmtudagskvöld koma leikmenn Selfoss í heimsókn í Kaplakrika og mæta FH-ingum þar sem einnig verður leikið þar til annað hvort liðið vinnur leikinn.


Tapliðin í oddaleikjunum eru þar með úr leik eins og Stjarnan og Fram sem féllu úr keppni á sunnudaginn.


Sigurliðin halda vitanlega áfram að leik í undanúrslitum. Haukar eða KA mæta ÍBV og FH eða Selfoss leika við ríkjandi Íslands, – bikar, – og deildarmeistara Vals.


Fyrsta umferð undanúrslita fer fram sunnudaginn 1. maí og mánudaginn 2. maí. Gert er ráð fyrir að leikirnir hefjist klukkan 19.30. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til þess að öðlast sæti í úrslitaeinvíginu. Undanúrslitum verður lokið í síðasta lagi föstudaginn 13. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -