- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö efstu liðin halda sínu striki – Grótta eygir von um sæti í úrslitakeppninni

Einar Jónsson, Aron Kristjánsson og Adam Haukur Baumruk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Efstu tvö lið Olísdeildar karla héldu sínu striki í kvöld. Haukar unnu KA, 27:24, á Ásvöllum og Valur vann stórsigur á Aftureldingu, 26:18. KA-menn veittu Haukum harða keppni að þessu sinni en máttu játa sig sigraða á síðustu tíu mínútum leiksins. Haukar hafa þar með áfram tveggja stiga forskot í efsta sæti, alls 32 stig. Valur er með 30 stig.


Aftureldingarmenn voru heillum horfnir í síðari hálfleik. Þeir sitja í áttunda sæti og er aðeins tveimur stigum á undan Gróttu þegar tvær umferðir eru eftir. Gróttumenn eiga þar með raunhæfan möguleika á að krækja í áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.


Grótta vann stórsigur á föllnum Víkingum, 33:21, í ójöfnum leik í Hertzhöllinni.
Stjarnan vann annan leik sinn í röð er þeir lögðu HK-inga, sem eru ásamt Víkingi, fallnir úr deildinni. Sex marka munur var á liðunum í TM-höllinni í kvöld, 27:21. Stjarnan er þar með komin í fimmta sæti, er jöfn Selfossi að stigum. Selfoss tekur á móti ÍBV á morgun.


Haukar – KA 27:24 (10:12).
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Atli Már Báruson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3/2, Adam Haukur Baumruk 3, Darri Aronsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2/1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 11/1, 33,3%.

Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 7/3, Patrekur Stefánsson 5, Allan Norðberg 3, Ólafur Gústafsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Jóhann Gunnar Sævarsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 11, 32,4%.


Afturelding – Valur 18:26 (10:12).
Mörk Aftureldingar: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/4, Birkir Benediktsson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Blær Hinriksson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 13, 34,2%.

Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 7/6, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Stiven Tobar Valencia 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Róbert Aron Hostert 2, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15, 46,9%.


Stjarnan – HK 27:21 (14:10).
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 5/1, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Hafþór Már Vignisson 4, Gunnar Steinn Jónsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Tandri Már Konráðsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Dagur Gautason 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 16, 43,2%.

Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 9, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Símon Michael Guðjónsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, EInar Pétur Pétursson 1/1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 7/1, 23,3%.


Grótta – Víkingur 33:21 (15:8).
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 8/3, Birgir Steinn Jónsson 6, Ólafur Brim Stefánsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 5, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 4, Igor Mrsulja 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 19, 50%.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 8/3, Ólafur Guðni Eiríksson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Jón Hjálmarsson 1, Guðjón Ágústsson 1, Logi Ágústsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 10, 41,7% – Jovan Kukobat 5, 20,8%.


Öll tölfræðin í leikjum kvöldsins er hjá HBStatz.


Tveir síðustu leikir 20. umferðar fara fram á morgun:
Kl. 16: Selfoss – ÍBV.
Kl. 18.30: Fram – FH.


Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -