- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17 ára landsliðið flogið á vit ævintýra í Gautaborg

Strákarnir í U17 ára landsliðinu voru mættir við fyrsta hanagal á Keflavíkurflugvöll í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U17 ára landslið karla í handknattleik stendur í ströngu í þessum mánuði. Á morgun hefur liðið keppni á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. Síðar í þessum mánuði tekur liðið þátt í Ólympíudögum Evrópuæskunnar sem fram fara í Slóvakíu.

U17 ára landsliðið fór af landi brott í rauðabítið í morgun til Gautaborgar til þátttöku á Opna Evrópumótinu. Liðið leikur tvo leiki á morgun, mánudag og tvo á þriðjudag. Milliriðlakeppnin tekur við á miðvikudag og fimmtudag. Bitist verður um sæti á föstudag. Íslensku piltarnir eru í riðli með landsliðum Eistlands, Lettlands, Svíþjóðar og Póllands.

Leikjadagskrá

Mánudagur 3. júlí:
Kl. 09:30, Ísland – Lettland
Kl. 19:00, Ísland – Eistland
Þriðjudagur 4. júlí:
Kl. 08:00, Ísland – Svíþjóð.
Kl. 17:00, Ísland – Pólland.

Hægt er að finna streymi frá leikjunum endurgjaldslaust á EHFtv.com.

Íslenska hópinn á Opna Evrópumótinu skipa eftirtaldir:
Antoine Óskar Pantano, Gróttu.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Daníel Bæring Grétarsson, Aftureldingu.
Harri Halldórsson, Aftureldingu.
Hugi Elmarsson, KA.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Jónas Karl Gunnlaugsson, Selfossi.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Max Emil Stenlund, Fram.
Nathan Doku Helgi Asare, ÍR.
Óskar Þórarinsson, KA.
Sigurjón Bragi Atlason, Aftureldingu.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Þórir Ingi Þorsteinsson, FH.
Þjálfarar og aðstoðarmenn:
Heimir Örn Árnason.
Stefán Árnason.
Unnar Arnarsson.
Herbert Ingi Sigfússon.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -