- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Magnaður endasprettur tryggði sigurinn

Hæst ánægðar eftir sigurinn á Hvít-Rússum á EM í dag. Efri röð f.v.: Þóra Björg Stefánsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ingunn María Brynjarsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Fremri röð f.v. Katrín Anna Ásmundsdóttir, Thelma Björgvinsdóttir Melsteð, Sara Dröfn Richardsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann þriðja leik sinn í röð í B-deild Evrópumótsins í handknattleik kvenna er það lagði landslið Hvít-Rússlands í háspennuleik leik í dag, 26:25. Þar með hefur íslenska landsliðið tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar þegar ein umferð er eftir í riðlakeppninni. Leikið er í Klaipéda í Litáen.

Ísland mætir Póllandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með honum á ehvtv.com. Pólland er einnig með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Skoruðu fjögur síðustu mörkin

Í sveiflukenndum leik þá lék íslenska liðið frábærlega á lokakaflanum. Það skoraði fjögur síðustu mörk leiksins. Hvít-Rússar voru þremur mörkum yfir, 25:22, þegar sex mínútur voru eftir. Þá skellti íslenska liðið í lás í vörninni. Varnarleikurinn var frábær og Ingunn María Brynjarsdóttir varði vel í markinu. Allt hjálpaðist að. Inga Dís Jóhannsdóttir jafnaði metin, 25:25, og fiskaði leikmann Hvít-Rússa af leikvelli þegar hálf fjórða mínúta var eftir og Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið þegar tvær í mínútur voru eftir af leiktímanum og vann annan leikmann Hvít-Rússa af leikvelli um leið.

F.v. Brynja Katrín Benediktsdóttir, Elías Elíasdóttir Thelma Björgvinsdóttir Melsteð ánægðar eftir sigurinn á Hvít-Rússum. Sæti í undanúrslitum er í höfn og úrslitaleikur framundan um efsta sæti B-riðils mótsins. Mynd/HSÍ


Vörnin hélt á lokaflanum og fékk íslenska liðið tvö hraðaupphlaup sem nýttust ekki á æsilega spennandi endaspretti. Það kom ekki að sök og lokasóknin var íslenska liðsins. Það lék af skynsemi út leiktímann.

Blés ekki byrlega

Það blés ekki byrlega í fyrri hálfleik þegar Hvít-Rússar voru með yfirhöndina, m.a. 8:5, 11:6 og 13:8. Sóknarleikurinn gekk ekki sem skildi hjá íslenska liðinu sem fór illa að ráði sínu í mörgum upplögðum marktækifærum. Hvít-Rússar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11, og segja má að íslenska liðið hafi verið stálheppið að vera ekki sex mörkum undir í hálfleik.

Frábær byrjun í seinni

Fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiks voru frábærar hjá íslenska liðinu. Það saxaði strax á forskot Hvít-Rússa og jafnaði metin í 18:18. Lilja Ágústsdóttir kom Íslandi í fyrsta sinn yfir, 22:21, þegar tíu og hálf mínúta var eftir. Þá komu fimm slæmar mínútur hjá íslenska liðinu og svo virtist sem það væri að gefa eftir. Það var öðru nær. Stúlkurnar bitu í skjaldarrendur og sneru taflinu við með glæsibrag.

Elísa Elíasdóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.


Mörk Íslands: Elísa Elíasdóttir 6, Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Amelía Dís Einarsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Þóra Björg Stefánsdóttir 1.

Ingunn María Brynjarsdóttir stóð fyrir sínu í markinu og varði 10 skot.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -