- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Spánverjar næsti andstæðingur – leiktíminn

Það er í mörg horn að líta hjá leikmönnum og þjálfurum í leikjum og bregðast þarf á stundum hratt við. Mynd/Dagur
- Auglýsing -

U17 ára landslið kvenna í handknattleik mætir Spánverjum í undanúrslitum B-deildar Evrópumótsins í Klaipéda í Litáen á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 14.30 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á ehftv.com.

Lið Íslands fyrir leikinn við Pólland í dag. Næsti leikur verður við Spán á laugardag. Mynd/Dagur


Í hinni viðureign undanúrslitanna eigast við landslið Póllands og Norður Makedóníu. Landslið Norður Makedóníu innsiglaði annað sætið í A-riðli með naumum sigri á finnska landsliðinu, 21:20, í dag. Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti A-riðils þótt þeir eigi eftir að leika gegn Litáen síðar í dag.


Sigurliðin í undanúrslitum á laugardaginn mætast í úrslitaleik á sunnudaginn sem fram fer klukkan 15. Tapliðin á laugardaginn takast á um bronsverðlaunin í hádeginu á sunnudag, klukkan 12.30 hefst sú rimma. Handbolti.is greinir nánar frá leikjum sunnudagsins er viðureignum laugardagsins verður lokið.

Mynd/Dagur


Laugardagur – undanúrslit:
Kl. 14.30 Spánn – Ísland.
kl. 16.00 Pólland – Norður Makedónía.
Allir leikir þráðbeint og án endurgjalds á ehftv.com.

Mynd/Dagur
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -