- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Þrjár íslenskar í úrvalsliði mótsins

Allar í úrvalsliði mótsins, f.v. Lilja Ágústsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir. Mynd/Gurrý
- Auglýsing -

Elísa Elíasdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Lilja Ágústsdóttir voru valdar í úrvalslið B-deildar Evrópumóts 17 ára landsliða sem lauk í Klaipéda í Litáen í dag þar sem íslenska landsliðið náði þeim frábæra árangri að hljóta silfurverðlaun.


Elísa var valin besti línumaður keppninnar, Tinna Sigurrós besta örvhenta skytta og Lilja besti varnarmaður keppninnar. Þær tóku við viðurkenningum sínum í mótslok áður en verðlaun voru veitt til liðanna þriggja, Norður Makedóníu, Íslands og Spánar sem höfnuðu í þremur efstu sætunum af þeim 10 liðum sem tóku þátt.

Sannarlega rós í hnappagatið hjá stelpunum sem hafa átt frábært mót eins og allar í íslenska liðiðinu.

Mynd/Gurrý
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -