- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Ellefu marka tap fyrir Þjóðverjum

Ekki gekk sem best hjá íslensku piltunum gegn Þjóðverjum í kvöld. Mynd frá æfingu. Mynd/Stefán
- Auglýsing -

Ekki tókst piltalandsliðinu, U17 ára, að fylgja eftir góðum sigri sínum á Norðmönnum í gær þegar leikið var við þýska landsliðið í kvöld í annarri umferð handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu.
Þjóðverjar voru talsvert sterkari nánast frá upphafi og unnu með 11 marka mun, 35:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.


Þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins í riðlakeppninni verður við Slóvena á morgun. Viðureignin hefst klukkan 16.30 og verður streymi frá henni m.a. aðgengilegt á handbolti.is.
Slóvenar unnu Norðmenn í dag með 10 marka mun, 40:30. Úrslit allra leikja og stöðuna í riðlunum er að finna neðst í þessari frétt.

Vörnin grátt leikin

Varnarleikurinn varð aldrei eins góður í leiknum í kvöld og gegn Noregi í gær. Þýsku piltarnir náðu að leika íslensku vörnina grátt hvað eftir annað.

Eftir jafnar upphafsmínútur, 4:4, eftir um fimm mínútur stungu þýsku piltarnir sér fram og náðu ágætu forskoti.

Í upphafi síðari hálfleiks freistuðu leikmenn íslenska liðsins að bíta frá sér. Þeir áttu oftar en einu sinni þess kost að minnka muninn í þrjú mörk og auka þar með möguleika sína til að slá Þjóðverja út af laginu. Allt kom fyrir ekki. Kom þar einkum tvennt til, ónákvæmni í samleik og vaskleg framganga markvarðar þýska liðsins.

Um miðjan síðari hálfleik var munurinn ennþá fimm mörk, 24:19. Þrettán mínútum fyrir leiklok var forskot Þjóðverjar komið í sjö mörk, 27:20. Þá tóku Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason þjálfarar leikhlé. Freistuðu þeir þess að hressa upp á leik íslenska liðsins. Því miður tókst það ekki. Þjóðverjar héldu áfram að auka forskot sitt allt fram á síðustu sekúndu.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Jens Bragi Bergþórsson 4, Aron Daði Stefánsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Antonie Óskar Pantano 2.

Varin skot: Óskar Þórarinsson 9, Sigurjón Bragi Atlason 2.

Úrslit og staðan í riðlunum

A-riðill:
Ungverjaland – Svartfjallaland 39:28. 
Króatía – Portúgal 33:28.
Króatía – Svartfjallaland 42:21.
Ungverjaland – Portúgal 37:31.
Staðan:

Ungverjaland220076:594
Króatía220075:494
Portúgal200259:700
Svartfj.land200149:810

B-riðill:
Slóvenía – Þýskaland 30:28.
Ísland – Noregur 34:32.
Slóvenía – Noregur 40:30.
Þýskaland – Ísland 35:24.
Staðan

Slóvenía220070:584
Þýskaland210163:542
Ísland210158:672
Noregur200262:740


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -