- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Vitum ekki nákvæmlega hvar við stöndum

Mynd frá æfingu íslenska landsliðsins í keppnishöllinni í Maribor í gær. Mynd/Stefán
- Auglýsing -

„Við rennum nokkið blint í sjóinn. Vitum lítið um flest liðin sem taka þátt í mótinu með okkur og hvar við nákvæmlega stöndum,“ segir Stefán Árnason annar þjálfara U17 ára landsliðsins í handknattleik karla um væntanlega þátttöku liðsins á Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem fram fer í Maribor í Slóveníu. Handknattleikskeppni hátíðarinnar hefst í dag. Átta lið reyna með sér í karlaflokki og jafn mörg liði í kvennaflokki. Íslandi er aðeins með í karlaflokki handknattleikskeppninnar.


Íslensku piltarnir komu til Maribor á laugardagskvöldið. Fyrsti leikurinn verður gegn norska landsliðinu í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. Á morgun, þriðjudag, verður þýska landsliðið andstæðingur íslenska landsliðsins. Á miðvikudag mæta íslensku piltarnir liði heimamanna. Frí verður frá leikjum á fimmtudaginn áður en krossspil á milli riðla fer fram á föstudaginn. Leikið verður um sæti á laugardaginn á síðasta degi Ólympíuhátíðarinnar.

Hér er hlekkur á streymi frá leikjunum.

„Það verður gaman að bera sig saman við þessar þjóðir,“ sagði Stefán þjálfari ennfremur en auk hans er Heimir Örn Árnason þjálfari liðsins.

U17: Mættir galvaskir til Maribor – æfing að baki

U17 ára landsliðið hafnaði í fimmta sæti á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg í fyrstu viku þessa mánaðar.

Í handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem fram fór í Banská Bystrica í Slóvakíu fyrir ári hlaut íslenska karlaliðið sjötta sæti í flokki 17 ára pilta.

Heimasíða Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar.

Hvað er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar?
- Hátíðin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14 -18 ára. Í tilkynningu á vef ÍSÍ segir að 55 Íslendingar fari til Maribor í Slóveníu vegna hátíðarinnar, þ.m.t. keppendur, þjálfarar, farstjórar, flokkstjórarar og aðrir aðstoðarmenn. Keppendur verða 35; 26 drengir og níu stúlkur.
- Keppt verður í 11 íþróttagreinum: áhaldafimleikum, frjálsíþróttum, körfubolta 3×3, handknattleik, júdó, fjallahjólreiðum, götuhjólreiðum, hjólabrettum, sundi, tennis og blaki. 
- Ung íslenskt íþróttafólk tekur þátt í sex greinum, fimleikum, frjálsíþróttum, handknattleik, júdó, sundi, og tennis.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -