- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17ÓÆ: Mættir galvaskir til Maribor – æfing að baki

Íslensku piltarnir leika um fimmta sætið í handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar á morgun. Mynd/Stefán
- Auglýsing -

U17 ára landsliðið í handknattleik karla kom til Maribor í Slóveníu í gærkvöld en á morgun verður flautað til leiks í handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem fram fram fer í borginni. Handknattleikur er ein íþróttagreinanna sem Ísland sendir þátttakendur til leiks.

Hér er hlekkur á streymi frá leikjunum.

Ekki var slegið slöku við. Piltarnir 15 í landsliðinu æfðu í keppnishöllinni í dag ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki. Þeir náðu úr sér ferðastrengjunum og lögðu um leið línur fyrir fyrsta leikinn í keppninni sem verður gegn norska landsliðinu síðdegis á morgun.


Átta lið lið taka þátt í handknattleikskeppni karla. Liðunum er skipt niður í tvo riðla. Auk Noregs eru landslið Þýskalands og Slóveníu í riðlinum. Í hinum riðli mótsins reyna með sér landslið Ungverjalands, Svartfjallalands, Króatíu og Portúgal.

Handbolti.is fékk sendar nokkrar myndir frá deginum í dag hjá íslenska liðinu í Maribor.

Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

Leikdagar:
24. júlí: Noregur - Ísland, kl. 18.30
25. júlí: Ísland - Þýskaland, kl. 18.30
26. júlí: Ísland - Slóvenía, kl. 16.30.
28. júní, krossspil.
29. júní, leikir um sæti.
Heimasíða Ólympíuhátíðarinnar: https://eyof-maribor.com/en/home

Markverðir:
Óskar Þórarinsson, KA.
Sigurjón Bragi Atlason, Aftureldingu.
Aðrir leikmenn:
Antonie Óskar Pantano, Gróttu.
Aron Daði Stefánsson, KA.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Daníel Bæring Grétarsson, Aftureldingu.
Hugi Elmarsson, KA.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Jónas Karl Gunnlaugsson, Selfossi.
Jökull Helgi Einarsson, Aftureldingu.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Max Emil Stenlund, Fram.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Þjálfarar og starfsmenn:
Heimir Örn Árnason, þjálfari.
Stefán Árnason, þjálfari.
Unnar Arnarsson, sjúkraþjálfari.
Gísli Rúnar Guðmundsson, flokkstjóri.

U17 piltar: Taka þátt í Ólympíuhátíðinni í Maribor

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -