- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18 piltar: Ísland er í sjötta sæti í Evrópu

Piltarnir sem voru í U18 ára landsliðinu í fyrra fagna eftir leik. Þeir lögðu m.a. grunn að góðri stöðu Íslands á Evrópulistanum ásamt piltum sem hafa verið í U18 landsliðinum frá 2018. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Ísland er í sjötta sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu yfir karlalandslið 18 ára og yngri. Við gerð listans er hafður til hliðsjónar árangur 18 ára landsliða á Evrópumótum landsliða frá 2018 til 2022. Staða Íslands undirstrikar hversu góður árangur hefur náðst á tímabilinu. Vegna stöðunnar er Ísland öruggt með sæti í lokakeppni EM 18 ára landsliða karla sem haldið verður í Svartfjallalandi eftir ár og hleypur yfir undankeppnina.

Dregið í undankeppni

Listinn var gefinn út í morgun vegna þess að fyrir dyrum stendur að draga í riðla undankeppni EM. Undankeppnin fer fram í janúar en dregið verður á morgun.

EM 18 ára og 20 ára landsliða karla á næsta ári verða þau fyrstu sem haldin verða eftir ákveðið var að fjölga þátttökuliðum úr 16 í 24. Auk gestgjafa EM 18 ára landsliða á næsta sumri, Svartfellinga, fara lið 13 efstu þjóðanna af fyrrgreindum styrkleikalista beint á EM án þátttöku í forkeppni.

Heimir Ríkarðsson þjálfari hefur lengi verið með U18 og U19 ára landsliðin. Mynd/EHF

Þrettán þau efstu er talin upp hér fyrir neðan í þeirri röð sem þau eru á fyrrgreindum styrkleikalista:

Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Króatía, Danmörk, Ísland, Ungverjaland, Slóvenía, Portúgal, Noregur, Frakkland, Serbía og Færeyjar.

Lið tíu þjóða öðlast þátttökurétt eftir forkeppnina. Lið eftirtalinna þjóða taka þátt í forkeppninni og verða nöfn þeirra í skálunum sem dregið verður úr á morgun:

Flokkur 1: Ítalía, Tékkland, Austurríki, Ísrael, Norður Makedónía.
Flokkur 2: Pólland, Sviss, Rúmenía, Holland, Úrkaína.
Flokkur 3: Slóvakía, Tyrkland, Lúxemborg, Lettland, Grikkland.
Flokkur 4: Finnland, Litáen, Kósovó, Eistland, Bosnía & Herzegóvína.

Styrkleikalistann er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -