Riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, liðum skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri er hálfnuð. Tveimur umferðum af þremur er lokið í A, B, C og D-riðlum en einni umferð er lokið í E, F, G og H-riðlum. Leikið verður í fjórum síðarnefndu riðlunum á morgun á sama tíma og frídagur verður í fjórum fyrrnefndu riðlunum.
Hér fyrir neðan eru úrslit leikja á mótinu til þessa ásamt stöðunni í A, B, C og D-riðlum.
A-riðill:
Svarfjallaland – Alsír 38:16.
Svíþjóð – Ísland 17:22.
Svíþjóð – Alsír 54:30.
Ísland – Svartfjallaland 18:18.
Á þriðjudaginn mætast Ísland og Alsír klukkan 10.30. Síðar sama dag eigast Svíar og Svartfellingar við.
Svartfjallaland | 2 | 1 | 1 | 0 | 56 – 34 | 3 |
Ísland | 2 | 1 | 1 | 0 | 40 – 35 | 3 |
Svíþjóð | 2 | 1 | 0 | 1 | 71 – 52 | 2 |
Alsír | 2 | 0 | 0 | 2 | 46 – 92 | 0 |
B-riðill:
Íran – Úsbekistan 47:31.
Norður Makedónía – Senegal 31:14.
Senegal – Íran 29:39.
Norður Makedónía – Úsbekistan 39:30.
N-Makedónía | 2 | 2 | 0 | 0 | 71 – 43 | 4 |
Íran | 2 | 2 | 0 | 0 | 86 – 60 | 4 |
Úsbekistan | 2 | 0 | 0 | 2 | 61 – 86 | 0 |
Senegal | 2 | 0 | 0 | 2 | 42 – 71 | 0 |
C-riðill:
Portúgal – Færeyjar 29:24.
Danmörk – Austurríki 32:21.
Færeyjar – Danmörk 20:31.
Portúgal – Austurríki 33:27.
Danmörk | 2 | 2 | 0 | 0 | 63 – 41 | 4 |
Portúgal | 2 | 2 | 0 | 0 | 62 – 51 | 4 |
Færeyjar | 2 | 0 | 0 | 2 | 44 – 60 | 0 |
Austurríki | 2 | 0 | 0 | 2 | 48 – 65 | 0 |
D-riðill:
Króatía – Egyptaland 31:33.
Kasakstan – Indland 10:0 (Indland mætti ekki til leiks).
Indland – Króatía 36:54.
Kasakstan – Egyptaland 21:39.
Egyptaland | 2 | 2 | 0 | 0 | 72 – 52 | 4 |
Króatía | 2 | 1 | 0 | 1 | 62 – 51 | 2 |
Kasakstan | 2 | 1 | 0 | 1 | 31 – 39 | 2 |
Indland | 2 | 0 | 0 | 2 | 36 – 64 | 0 |
E-riðill:
Holland – Slóvenía 31:17.
Rúmenía – Gínea 39:27.
F-riðill:
Þýskaland – Slóvakía 39:18.
Sviss – Suður Kórea 28:32.
G-riðill:
Noregur – Brasilía 31:19.
Tékkland – Úrúgvæ 24:23.
H-riðill:
Ungverjaland – Argentína 39:23.
Frakkland – Spánn 31:28.
Milliriðlakeppnin hefst á miðvikudaginn.