- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19 ára landslið karla fer til Þýskalands á morgun

Silfurlið Íslands á Sparkassen cup móti landsliða U19 ára í Merzig í Þýskalandi í lok síðasta árs. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, fer til Þýskalands á morgun og verður ytra við æfingar og keppni fram á mánudag. Ferðin er liður í þátttöku landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Króatíu og hefst miðvikudaginn 2. ágúst.

Upphaflega stóð til að taka þátt í fjögurra liða móti í Lübeck en mótið skrapp saman þegar U19 ára landslið Barein dró þátttöku sína til baka. Eftir standa auk íslenska landsliðsins, landslið Þýskalands og Hollands.

Þrír leikir í ferðinni

„Við flýttum förinn og förum út í fyrramálið í stað fimmtudag og æfum ytra eftir komuna á morgun og aftur á miðvikudag áður en við leikum við Þýskaland á fimmtudag, Holland á föstudag og aftur við Þjóðverja á sunnudaginn,” sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara íslenska landsliðsins við handbolta.is í morgun.

Æfingar hjá landsliðinu hafa staðið yfir síðustu vikur. Framan af einbeittu menn sér að styrktarþjálfun en byrjað var að æfa á teig og í sal frá 26. júní.

Færeyjar um aðra helgi

Helgina 22. og 23. júlí leikur íslenska liðið tvo vináttuleiki við færyska landsliðið í Færeyjum. Færeyska landsliðið tekur einnig þátt í heimsmeistaramótinu í Króatíu.

Ísland verður í riðli með landsliðum Egyptalands, Japan og Tékklands á HM sem hefst eins og áður segir 2. ágúst.

U19 ára landslið karla er skipað neðantöldum leikmönnum:

Markverðir:
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, Ros/Drammen (Noregi).
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.
Þjálfarar:
Einar Jónsson.
Heimir Ríkarðsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -