- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19EM: Farnar til Rúmeníu – EM hefst á fimmtudag

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari fer yfir málin með Lilju Ágústsdóttur, Ingu Dís Jóhannsdóttur, Ölfu Brá Hagalín Oddsdóttur, Tinnu Sigurrós Traustadóttur og fleirum á æfingu í í upphafi vikunnar hér heima. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, fór af landi brott í morgun til þátttöku á Evrópumótinu í sem hefst í grannbæjunum Pitesti og Mioveni í Rúmeníu frá 6. til 16. júlí. Ferðin verður löng og ströng til Pitesti sem er á að giska um 120 km norðvestur af Búkarest.

Ísland leikur í B-riðli í sem fram fer í Pitesti ásamt Þýskalandi, Rúmeníu og Portúgal. Þátttökuliðin eru 16 og voru þau í lok febrúar dregin í fjóra fjögurra liða riðla.

Leikdagskrá:
6. júní kl. 16.45, Rúmenía – Ísland.
7. júlí kl. 14.30, Ísland – Þýskaland.
9. júlí kl. 14.30, Ísland – Portúgal.
Framhaldið ræðst af árangri í riðlakeppninni. Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í keppni um átta efstu sæti. Tvö neðri liðin í hverjum riðli leika um níunda til 16. sætið.

Leikmannahópurinn

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson völdu eftirtaldar stúlkur til þátttöku. Af 16 leikmönnum voru 14 í U18 ára landsliðinu sem hafnaði í 8. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Skopje í Norður Makedóníu í ágúst í fyrra.

Markverðir:
Elísa Helga Sigurðardóttir, Haukum.
Ethel Gyða Bjarnasen, HK.
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, Val.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Hildur Lilja Jónsdóttir, KA/Þór.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukum.
Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.
Valgerður Arnalds, Fram.

Starfsfólk:
Ágúst Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Þorvaldur Skúli Pálsson, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, fararstjóri / liðsstjóri.
Brynja Ingimarsdóttir, farastjóri / liðsstjóri.

Handbolti.is fylgist grannt með mótinu næstu daga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -