- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Færeyski töframaðurinn lék Norðmenn grátt

Elias Ellefsen á Skipagøtu er öflugur. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Elias Ellefsen á Skipagøtu mætti til leiks á ný eftir tveggja leikja fjarveru og fór á kostum með samherjum sínum í U20 ára landsliði Færeyingar þegar þeir unnu Norðmenn, 33:31, í fyrstu umferð í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Porto í morgun.


Ellefsen skoraði 12 mörk og átti 11 stoðsendingar. Réðu norsku piltarnir ekkert við færeyska töframanninna sem var ekki með liðinu gegn Slóvenum og Ungverjum í riðlakeppninni vegna eymsla í hné. Hann hefur ekki jafnað sig en lét sig hafa það að taka slaginn með liðinu í morgun. Ellefsen reið einnig baggamuninn þegar Færeyingar unnu Dani í riðlakeppni mótsins í síðustu viku.


Færeyska landsliðið fékk þar með fyrstu stig sín í milliriðlakeppninni og getur enn vænst þess að leika um níunda til tólfta sæti mótsins.


Jafnt var í hálfleik, 16:16. Færeyingar náðu sex marka forskoti snemma í síðari hálfleik og lagði þar með grunn að sætum sigri.


Færeyska liðið mætir Pólverjum á morgun. Með Ellefsen í sama ham og í dag er liðið til alls líklegt.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -