- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Flautað til leiks í Porto – fyrsti leikurinn við Serba

Frá síðustu æfingu U20 ára landsliðs karla hér á landi í Víkinni í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U20 ára landslið Íslands í handknattleik karla fór af landi brott í morgun til þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Porto í Portúgal á fimmtudaginn. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Serbum á fimmtudaginn. Einnig eru með í C-riðli landslið Ítalíu og Þýskalands.

Þýska landsliðið vann Evrópumót U19 ára landsliða sem haldið var með skömmum fyrirvara í Króatíu síðasta sumar eftir að Alþjóða handknattleiksssambandið ákvað að fella út heimsmeistaramótið í þessum aldursflokki vegna óvissu í útbreiðslu og baráttu við kórónuveiruna víða um heim.

Einar Andri Einarsson annar þjálfari U20 ára landsliðsins leggur á ráðin með leikmönnum. Mynd/HSÍ
Liðin 16 sem taka þátt í EM drógust í eftirtalda riðla: 
A-riðill: Spánn, Portúgal, Noregur, Pólland.
B-riðill: Slóvenía, Danmörk, Ungverjaland, Færeyjar. 
C-riðill: Króatía, Svíþjóð, Frakkland, Svartfjallaland.
D-riðill: Þýskaland, Ísland, Ítalía, Serbía. 

Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í átta liða úrslita þar sem liðin úr A og B-riðlum mætast annarsvegar og C og D-riðill hinsvegar. Eins munu tvö neðstu lið hvers riðils leika um sæti níu til sextán.


Leikir í millriðlum, hvort heldur í átta liða úrslitum eða um sæti níu til sextán, fara fram 12., 13. júlí. Leikið verður um sæti 15., 16. og 17. júlí.

Leikir íslenska landsliðsins:
7. júlí kl. 17: Ísland - Serbía.
8. júlí kl. 12: Ítalía - Ísland.
10. júlí kl. 17: Þýskaland - Ísland
Viaplay sendir út leiki keppninnar.

Átta efstu liðin tryggja þjóðum sínum áframhaldandi sæti í A-keppninni að tveimur árum liðnum þegar næsta Evrópumót U20 ára liða karla fer fram.

Íslenski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi.

Aðrir leikmenn:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Stuttgart.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK.
Gauti Gunnarsson, ÍBV.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Tryggvi Þórisson, Selfossi.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.

Þjálfarar eru Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -