- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Piltarnir tryggðu sér HM-farseðilinn

Íslenska liðið hafnaði í 11. sæti á EM í dag og tryggði sér sæti á HM 21 árs liða á næsta ári. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Piltarnir í U20 ára landsliðinu luku keppni á Evrópumótinu í handknattleik í dag með því að tryggja sér sér 11. sætið og síðasta farseðilinn inn á heimsmeistaramót 21 árs landsliða á næsta sumri. Þeir unnu ítalska landsliðið með 11 marka mun, 45:34, í viðureigninni um 11. sætið í Porto. Ítalir sitja eftir með sárt ennið enda áttu þeir ekkert svar við íslenska liðinu í dag.


Segja má að íslensku piltarnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá léku þeir við hvern sinn fingur. Þeir tóku leikinn strax í sínar hendur. Léku mjög góða vörn gegn sjö manna sóknarleik ítalska liðsins og skoruðu mörg mörk eftir hraðaupphlaup í autt ítalskt markið. Að fyrri hálfleik liðnum var átta marka munur, 23:15.


Strax í byrjun síðari hálfleiks var forskotið komið upp í 12 mörk. Þar með var ítölsku piltunum alveg lokið. Þeir áttu engin ráð til þess að snúa vonlítilli stöðu við.


Íslensku piltarnir eiga hrós skilið fyrir að ljúka mótinu af krafti og af fullri einbeitingu eftir ýmiskonar vonbrigði á mótinu, ekki síst í gær þeir töpuðu í vítakeppni fyrir Slóvenum eftir annan frábæran leik.


Mörk Íslands: Benedikt Gunnar Óskarsson 8, Arnór Viðarsson 7, Andri Már Rúnarsson 7, Andri Finnsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Símon Michael Guðjónsson 4, Tryggvi Þórsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Ísak Gústafsson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.

Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 5, 28% – Adam Thorstensen 5, 28% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, 11%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -