- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Tap eftir vítakeppni í Porto

Íslensku piltarnir stilla sér upp fyrir leikinn í dag. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslensku piltarnir í U20 ára landsliðinu í handknattleik karla leika um 11. sætið á Evrópumótinu í Porto á morgun eftir sárt tap fyrir Slóvenum, 37:35, eftir vítakeppni í krossspili um sæti níu til tólf á mótinu í dag. Ísland mætir Ítalíu í leiknum um 11. sætið kl. 15 á morgun. Færeyjar unnu Ítalíu í hinum leik krossspilsins, 30:28.


Það verður eftir miklu að slægjast í leiknum um 11. sætið á morgun. Sigurliðið öðlast keppnisrétt á HM 21 árs liða á næsta ári, tapliðið ekki.


Slóvenum tókst að skora tvö síðustu mörkin á lokamínútu venjulegs leikíma í leiknum í kvöld, þar af jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum. Ekki var gripið til framlengingar heldur farið beint í vítakeppni. Í henni skoruðu Slóvenar úr fimm vítaköstum en Íslendingar úr þremur af fjórum. Guðmundi Braga Ástþórssyni brást bogalistin.


Annars léku íslensku piltarnir afar vel í mjög jöfnum leik. Þeir voru með frumkvæði í fyrri hálfleik og náðu tvisvar sinnum þriggja marka forskoti. Aðeins munaði marki í hálfleik, 19:18, Íslandi í vil.

Lagt á ráðin í leiknum við Slóvena sem tapaðist eftir vítakeppni. Mynd/EHF


Síðari hálfleikur var hnífjafn og æislega spennandi. Því miður tókst íslensku piltunum ekki að spila nógu vel út stöðunni en þeir fengu í lokin, m.a. sókn tveimur mörkum yfir þegar liðlega mínúta var eftir. Þeir misstu mann af leikvelli 65 sekúndum fyrir leikslok. Slóvenar minnkuðu muninn þegar 55 sekúndur voru eftir, 32:31, og jöfnuðu metin í blálokin eins og áður er getið.


Mörk Íslands: Andri Már Rúnarsson 7, Andri Finnsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Arnór Viðarsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Tryggvi Þórisson 2, Ísak Gústafsson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 9, 29%, Jón Þórarinn Þorsteinsson 2, 15%, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1/1, 50%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -