- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Þriðji leikmaðurinn er úr leik

Andri Finnsson og Stefán Baldvin Stefánsson sjúkraþjálfari aðstoða Kristófer Mána Jónasson af leikvelli í gær. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Þriðji leikmaðurinn er úr leik í landsliðshópi U20 ára landsliðs Íslands sem stendur í ströngu á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í Porto. Hægri hornamaðurinn Kristófer Máni Jónasson meiddist þegar fáeinar mínútur voru eftir af viðureign Íslands og Króatíu í gær. Læstist hann í baki. Hann verður ekki með í viðureigninni við Slóvena á morgun. Einar Andri Einarsson annar þjálfara íslenska liðsins staðfesti það í samtali við handbolta.is í morgun.


Þar með eru 13 leikmenn eftir leikhæfir í hópnum fyrir tvo síðustu leikina, á morgun og á sunnudaginn. Af þeim eru þrír markverðir.


Jóhannes Berg Andrason tók þátt í tveimur fyrstu leikjunum en hefur verið frá síðan vegna bólgu í mjöðm eftir byltur og högg. Þorsteinn Leó Gunnarsson meiddist á vinstri öxli í þriðja leik Íslands á mótinu, gegn Þýskalandi á sunnudaginn. Grunur leikur á að hann hafi runnið úr axlarlið en smollið í lið á nýjan leik. Nánari rannsókn bíður þar til heim til Íslands verður komið eftir helgina.

Tökum stöðuna í dag

„Við tökum stöðuna á Jóhannesi á æfingu í dag. Hann er ennþá talsvert bólginn en er á batavegi. Það eru meiri líkur en minni á að hann verði ekki með okkur á morgun gegn Slóvenum,“ sagði Einar Andri.

Engan bilbug að finna

Þrátt fyrir afföll þá er engan bilbug að finna á leikmönnum íslenska landsliðsins og þjálfurum enda ekki ástæða til eftir tvo frábæra leiki og 13 marka sigra í vikunni, gegn Svartfellingum og Króötum.


„Þeir strákar sem eftir eru leikklárir geta unnið leikinn við Slóvena á morgun. Við ætlum okkur það,“ sagði Einar Andri Andri Einarson, annar þjálfara U20 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is í morgun.


Lengra viðtal við Einar Andra birtist á handbolta.is síðar í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -