- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úkraínsku meistararnir komnir af stað í Þýskalandi

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporízjzja leikur í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla á keppnistímabilinu sem hófst í dag. Stjórn þýsku deildarkeppninnar samþykkti í sumar að aðstoða félagið í ljósi ástandsins sem ríkir í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið í lok febrúar. HC Motor-liðið hefur ekki leikið frá innrásinni og borgin Zaporízjzja er undir stjórn Rússa eins og komið hefur fram í fréttum, m.a. af stærsta kjarnorkuveri Evrópu sem þar er.


Roland Eradze fyrrverandi landsliðsmarkvörður og fyrrverandi leikmaður og þjálfari hér á landi er aðstoðarþjálfari Motorliðsins og er þar með hægri hönd Íslandsvinarins Gintaras Savukynas sem er aðalþjálfari.


Motor lék í dag upphafsleik 2. deildar á leiktíðinni þegar liðið fékk Dormagen í heimsókn. Dormagen hafði betur, 33:28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 17:15.


Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Motor frá síðasta ári og sterkir erlendir leikmenn róið á önnur mið. Dmyrto Horiha var markahæstur hjá Motor með sjö mörk og Ihor Turchenko var næstur með sex mörk.


Auk þess að taka þátt í 2. deildarkeppninni í Þýskalandi verður HC Motor með í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á leiktíðinni.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -