- Auglýsing -
- Auglýsing -

Umspilið hefst undir mánaðamótin

Sigrún Jóhannsdóttir og félagar í FH taka á móti ungmennaliði Vals í Grill 66-deildinni í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Umspil um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili hefst föstudaginn 29. apríl en keppni í deildinni lauk að mestu í gær. Ein viðureign stendur út af borðinu en niðurstaðan hennar hefur ekki áhrif á röð efstu liða.


Annars vegar mætast ÍR og FH og hinsvegar HK og Grótta í fyrstu umferð umspilsins. Vinna þarf tvo leiki í hvorri rimmu. Annar leikur verður sunnudaginn 1. maí og oddaleikir 4. maí ef þörf verður á.


Sigurliðin mætast í fimm leikja einvígi um keppnisrétt í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Sú rimma hefst 9. maí og lýkur í síðasta lagi föstudaginn 20. maí ef þörf verður á fimm leikjum. Leikdagar; 9., 11., 14., 17. og 20. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -