- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mega leika með tveimur liðum í sömu bikarkeppninni

- Auglýsing -

Þeir leikmenn sem tóku þátt í leikjum í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik á síðasta keppnistímabili og skiptu um félag í sumar verða gjaldgengir með sínu nýja liði þegar þráðurinn verður tekinn í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarnum síðar í þessari viku. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, við handbolta.is í dag.

Fram til þessa hefur þeirri reglu verið fylgt að leikmaður er aðeins gjaldgengur með einu liði í sömu bikarkeppninni. Coca Cola-bikarkeppnin sem tekinn verður upp þráðurinn í á morgun hófst á síðasta keppnistímabili með þremur viðureignum í fyrstu umferð eða 32-liða úrslitum.


Róbert Geir segir að ákveðið hafi verið að gera undantekningu frá reglunni að þessu sinni þar sem bikarkeppnin var færð á milli keppnistímabila sem ekki hafi gerst áður. Til stóð að ljúka henni með hraði í byrjun apríl en vegna skyndibreytinga á sóttvarnareglum var ekki hægt að kom því við.

„Í framhaldi af formannafundi þá samþykkti stjórn HSÍ að gera undanþágu frá reglunum. Mönnum þótti rétt að veita undanþágu að þessu sinni í ljósi þess meðal annars að fá lið tóku þátt í 32-liða úrslitum. Þar af leiðandi sátu ekki allir við sama borð,“ sagði Róbert Geir sem viðurkenndi að undanþágan væri ekki yfir gagnrýni hafin. Hann vissi hinsvegar ekki annað en um hana ríkti ágæt sátt.


Meðal leikmanna sem tóku þátt í 32-liða úrslitum með öðrum liðum en þeir leika með nú má nefna Árna Braga Eyjólfsson, Aftureldingu, sem lék með KA gegn Þór, Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sem var með Haukum í sigurleik á Selfossi og Þórð Tandra Ágústsson fyrrverandi leikmann Þórs sem hefur hreiðrað um sig í herbúðum Stjörnunnar.


Til viðbótar eru a.m.k. fimm leikmenn sem tóku þátt í leikjum 32-liða úrslitanna á síðustu leiktíð sem síðan hafa söðlað um skripli handbolti.is ekki á skötu.


Fyrri reglur verða í gildi þegar keppni hefst í Coca Cola-bikarnum fyrir keppnistímabilsið 2021/2022 sem hefst síðla á þessu ári og leidd verður til lykta snemma á næsta ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -