- Auglýsing -
Kvennalandsliðið í handknattleik kom saman til æfinga í dag eftir þriggja daga hlé frá æfingum yfir páskahátíðina. Framundan eru tveir afar mikilvægir leikir hjá íslenska landsliðinu gegn Slóvenum í undankeppni heimsmeistaramótsins 17. og 21. apríl, sá fyrri ytra. Landsliðið fékk undanþágu frá yfirvöldum til þess að halda úti æfingum til þess að búa sig undir leikina.
Hér eru nokkrar myndir frá æfingu dagsins sem fram fór í Víkinni.
- Auglýsing -