- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungu Valsararnir sóttu tvö stig suður á Ásvelli

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ísak Logi Einarsson skoraði níu mörk fyrir ungmennalið Vals í dag þegar það lagði ungmennalið Hauka, 27:23, á Ásvöllum í 1. umferð Grill66-deildar karla í handknattleik. Valsarar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Haukum tókst að jafna metin, 20:20, þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Þá virðast leikmenn Vals hafa stigið fæti á benzíngjöfina á nýjan leik og tryggt sér sigur.


Stefán Pétursson markvörður Valsliðsins varði ágætlega eða alls 13 skot meðan markverðir Hauka voru daufari í dálkinn ef marka má tölfræði HBStatz.


Össur Haraldsson var atkvæðamestur hjá Haukum með átta mörk.


Þar með lauk 1. umferð Grill66-deildarinnar en fjórir leikir fóru fram í gærkvöld.


Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 8, Birkir Snær Steinsson 5, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Páll Þór Kolbeins 2, Andri Fannar Elísson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 4, Steinar Logi Jónatansson 3.

Mörk Vals U.: Ísak Logi Einarsson 9, Áki Hlynur Andrason 6, Tómas Sigurðsson 4, Erlendur Guðmundsson 3, Loftur Ásmundsson 2, Bjartur Guðmundsson 1, Knútur Gauti Kruger 1, Viktor Andri Jónsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 13.

Staðan í Grill66-deildinni og næstu leikir.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -