- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverska liðið sneri við taflinu í Frakklandi

Leikmenn og þjálfari Bietigheim fagna sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar eftir jafntefli á Jótlandi í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska liðið FTC (Ferencváros) gerði sér lítið fyrir og sneri þröngri stöðu, eins og stundum er sagt við taflborðið, í sigur í rimmu sinni við franska liðið Brest Bretagne í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik í gær. Eftir tveggja marka tap á heimavelli fyrir rúmri viku, 30:28, vann FTC sannfærandi sigur í Frakklandi, 31:26.

Hollenska handknattleikskonan Angela Malestein fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir FTC auk þess sem Kinga Janurik markvörður var vel á verði í markinu. Emily Bölk skoraði sjö mörk. Valeriia Maslova lét mest að sér kveða af leikmönnum Brest. Hún skoraði sjö mörk. Pauletta Foppa var næst með sex mörk.

Þýsku meistararnir unnu

Auk FTC komst þýska meistaraliðið Bietigheim áfram þrátt fyrir jafntefli við Ikast, 31:31, í síðari leiknum. Bietigheim hafði betur í fyrri viðureign liðanna, 29:27. Miklu munaði um stórleik brasilíska landsliðsmarkvarðarins, Gabriela Moreschi. Antje Döll og Xenia Smits voru markahæstar hjá þýska liðinu með sex mörk hvor.

Markéta Jerábková skoraði sjö mörk fyrir Ikast sem tapaði aðeins einum leik á heimavelli á tímabilinu í Meistaradeildinni. Sænski landsliðsmarkvörðuinn Irma Schjött átti afar góða leik og var með 35% hlutfallsmarkvörslu.

Nina Szbó var markahæst hjá DVSC Schaeffler. Hér sækir hún að vörn Vipers í síðari leiknum í Kristijansandi á laugardaginn. Ljósmynd/EPA

Vipers slapp áfram

Vipers tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum. Evrópumeistarar þriggja síðustu ára gerðu jafntefli við ungverska liðið DVSC Schaeffler, 27:27, á heimavelli á laugardaginn. Dýrmætur eins marks sigur í fyrri viðureigninni í Debrechen fleytti Vipers áfram. Vipers mætir ungversku meisturunum Györ í átta lið úrslitum.

Hin frábæra rússneska handknattleikskona Anna Vyakhireva skoraði 10 mörk fyrir Vipers og Lois Abbingh, sem fór á kostum í fyrri leiknum, var næst með átta mörk. Nina Szabó skoraði átta mörk fyrir DVSC Schaeffler.

Vandalaust hjá CSM

Rúmenska meistaraliðið CSM Búkarest átti ekki í teljandi vandræðum með Krim Ljubljana. Eftir sex marka sigur, 30:24, í fyrri viðureigninni þá þótti leikmönnum CSM við hæfi að vinna síðari leikinn með sömu markatölu. Cristina Neagu skoraði sjö mörk fyrir CSM. Jennifer Maria Gutiérrez Bermejo fylgdi fast á eftir með sex mörk. Jovanka Radicevic skoraði sex mörk fyrir Krim.

Átta liða úrslit fara fram 27. og 28. apríl og 4. og 5. maí. Eftirfarandi lið mætast:
Vipers Kristiansand – Györi Audi ETO KC.
SG BBM Bietigheim – Odense Håndbold.
FTC-Rail Cargo Hungaria – Team Esbjerg.
CSM Bucuresti – Metz Handball.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -