- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslitaleikur Evrópubikarsins kvenna – nokkrar staðreyndir

Valur leikur síðari úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni í dag. Ljósmynd/[email protected]
- Auglýsing -
  • Valur hefur leikið 11 leiki í Evrópubikarkeppninni á tímabilinu og ekki tapað leik, átta sigrar og þrjú jafntefli.
  • Í 11 leikjum í Evrópubikarkeppninni á leiktíðinni hefur BM Porriño unnið átta leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik, fyrir tyrkneska liðinu Bursa Büyüksehir BS, 26:24, í 32-liða úrslitum í nóvember.
  • Valur verður fyrst íslenskra liða til þess að vinna Evrópubikarkeppni kvenna fari liðið með sigur úr býtum í dag. Kvennalið Vals fetaði þar með í fótspor karlaliðs félagsins vann Evrópubikarkeppnina fyrir ári með sigri á Olympiakos. Síðari viðureign þeirrar rimmu fór fram í Aþenu 25. maí en sá fyrri 18. maí á Hlíðarenda.
  • Aldrei fyrr hefur Evrópubikar félagsliða verið afhentur á Íslandi. Sú verður raunin á milli klukkan 16.30 og 17 á Hlíðarenda í dag.
  • Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan verðlaun á stórmóti í handbolta voru síðast afhent hér á landi. Það átti sér stað þegar HM karla lauk í Laugardalshöll 21. maí 1995.
  • Fyrri viðureign Vals og BM Porriño fyrir viku lauk með jafntefli, 29:29.
  • Verði staðan jöfn í leikslok á Hlíðarenda í dag verður umsvifalaust gripið til vítakeppni en ekki til framlengingar.

Miðasala á úrslitaleikinn í dag er á stubb.is.

  • BM Porriño hefur ekkert frekar en Valur áður leikið til úrslita í Evrópukeppni félagsliða.
  • Leikurinn í dag verður sá síðasti á keppnistímabilinu hjá BM Porriño. Liðið er úr leik í úrslitakeppni spænsku 1. deildarinnar. BM Elche vann BM Porriño í tvígang í átta liða úrslitum spænsku 1. deildarinnar.
  • Spænsk lið hafa unnið Evrópubikarkeppni kvenna þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum, Rincon Fertilidad Málaga 2021, Rocasa Gran Canaria 2022 og TTICGO Bm Elche á síðasta ári.
  • Frakkarnir Titouan Picard og Pierre Vauchez dæma úrslitaleikinn Vals og BM Porriño í dag.
  • Kristian Johansen frá Færeyjum og Norðmaðurinn Bente Aksnes verða eftirlitsmenn EHF. Aksnes missir þar af leiðandi af hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Noregs í dag.

Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -