- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslitaleikur um meistaratitilinn í Álaborg

Sebastian Barthold var markahæstur hjá Aalborg Håndbold í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Framundan er hreinn úrslitaleikur um danska meistaratitilinn í handknattleik karla í Álaborg á laugardaginn eftir að Aalborg Håndbold vann meistara síðasta árs, GOG, 34:29, í öðrum leik liðanna í úrslitum í Jyske Bank Arena Fyn í dag að viðstöddum 4.000 áhorfendum.

Eftir naumt tap og vafasamt sigurmark GOG í fyrsta leiknum í Álaborg á miðvikudagskvöld gáfu leikmenn Aalborg ekki þumlung eftir í dag, vitandi að annars væri draumur liðsins á enda. Aalborg var með sex marka forskot eftir fyrri hálfleik, 20:14. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikur liðsins frábær.

Álaborgarliðið hleypti liðsmönnum GOG aldrei upp á dekk í síðari hálfleik.

Aron var ekki með

Aron Pálmarsson var ekki í leikmannhópi Aalborg í leiknum. Hann glímir við meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslita viðureigninni við Fredericia. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari var að vanda á vaktinni.

Sebastian Barthold var markahæstur með átta mörk og Lukas Sandell skoraði í sex skipti. Simon Gade átti fyrirtaksleik hjá Aalborg með 36% markvörslu.

Emil Madsen skoraði níu sinnum fyrir GOG og Jerry Tollbring var næstur með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -