- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valdi barnið fram yfir EM

Maria Fisker leikur ekki með danska landsliðinu á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska handknattleikskonan Maria Fisker gefur ekki kost á sér í danska landsliðið sem tekur þátt í Evrópumótinu í næsta mánuði. Fisker, sem er talin fremsti vinstri hornamaður í dönskum handknattleik, vill ekki vera fjarri rúmlega árs gömlum syni sínum í þrjár til fjórar vikur meðan á undirbúningi og þátttöku á mótinu stendur yfir.

Leikmenn búa nánast í einangrun eða mjög strangri sóttkví á hóteli allan tímann sem mótið stendur frá 3. til 20. desember. Þeir mega ekki hitta nokkurn utan síns liðs nema rétt í kringum leiki og þá í mjög takmörkuðu mæli nema inni á leikvellinum. Öll samskipti við fjölskyldu verður að eiga sér stað með rafrænum hætti.

Fisker segir þetta vera of mikið fyrir sig. Hún velji fjölskylduna umfram landsliðið. Ekki komi til greina að vera vikum saman fjarri ungu barni.
Jesper Jensen, landsliðsþjálfari, segist virða ákvörðun Fisker en lætur þess jafnframt getið að mikil eftirsjá sé að henni. Fiske stendur á þrítugu og leikur með Viborg.

Danski hópurinn sem tekur þátt í EM er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Sandra Toft
Althea Reinhardt
Línumenn:
Kathrine Heindahl
Rikke Iversen
Majbritt Toft Hansen
Hornamenn:
Trine Østergaard
Andrea Hansen
Lærke Nolsøe
Skyttur og miðjumenn:
Mette Tranborg
Louise Burgaard
Mia Rej
Helena Elver
Anne Mette Hansen
Line Haugsted
Kristina Jørgensen
Mie Højlund


Danska landsliðið kemur saman í Kaupmannahöfn 23. desember. Það tekur þátt í fjögurra liða móti í Björgvin í Noregi frá 26. til 29. nóvember ásamt landsliðum Frakklands, Noregs og Þýskalands.
Fyrsti leikur Dana á EM verður 4. desember á móti Slóvenum. Einnig eru Svartfellingar og Evrópumeistarar Frakka með danska liðinu í riðli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -