- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valinn maður í hverju rúmi

Merki Kríu
- Auglýsing -

Talsverð eftirvænting ríkir fyrir að keppni hefjist í Grill 66-deild karla í handknattleik. Ekki síst vegna þriggja nýrra liða sem taka þátt. Um er að ræða Hörð á Ísafirði, Vængi Júpíters og Kríu sem hefur bækistöðvar á Seltjarnarnesi.

Talsvert hefur verið lagt undir hjá Kríu eins og m.a. má sjá á tveimur kynningarmyndböndum sem dreift var á dögunum þegar nýir leikmenn voru kynntir til sögunnar og fylgja hér með fréttinni.


Ljóst virðist að síðastnefnda liðið verður ógnarsterkt og valinn maður í hverju rúmi, fjöldi góðra leikmanna sem hefur leikið með félagsliðum í Olísdeildinni. Sumir voru í stórum hlutverkum hjá liðum í Olísdeildinni á síðasta keppnistímabili.


Samkvæmt lista yfir félagsskipti á vef HSÍ verða eftirtaldir m.a. í liði Kríu á leiktíðinni: Ásmundur Atlason, bræðurnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, Jóhann Kaldal Jóhannsson, Júlíus Þórir Stefánsson, Kristján Orri Jóhansson, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Daði Gautson, Alexander Viktor Ragnarsson, Ingi Þór Ólafsson, Óliver Magnússon, Sigurður Egill Karlsson, Sigþór Gellir Michaelsson, Viktor Orri Þorsteinsson, Bjarki Daníel Þórarinsson.


Júlíus Þórir hefur undanfarin tvö ár leikið stórt hlutverk hjá Aftureldingu og Kristján Orri hefur verið einn besti hægri hornamaður Olísdeildar um árabil. Hann lék síðast með ÍR. Ásmundur lék með HK á síðasta keppnistímabili. Sigurður Ingiberg Ólafsson lék með ÍR á síðasta keppnistímabili en var í Íslands, – og bikarmeistaraliði Vals fyrir þremur árum.


Sé tekið mið af þessum hópi er ekki óvarlegt ætla að Kría verði í toppbaráttu í deildinni og hún veiti HK, Fjölni, Vængjum Júpíters og fleiri liðum verðuga keppni um tvö efstu sæti deildarinnar sem veita þátttökurétt í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.


Leikir í 1.umferð Grill 66-deildar karla:
Föstudagur:

Hertzhöllin: Kría – Fram kl. 19.30
Ísafjörður: Hörður – Vængir Júpíters kl. 19.30
Laugardagur:
Kórinn: HK – Selfoss U 13.30
Origohöllin: Valur U – Víkingur R. kl. 16
Sunnudagur:
Schenkerhöllin: Haukar U – Fjölnir kl. 17

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -