- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsarar tóku Framara í kennslustund

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Valsmanna í 18 marka sigri á Fram. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur vann tók Fram hreinlega í kennslustund í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Aldrei var var vafi hvort liðið færi með sigur úr býtum. Lokatölur, 41:23, eftir að 11 marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 22:11.

Valsliðið mætti með allar sína kanónur til leiks meðan uppistaða Fram-liðsins var ungmennliðið sem reyndar gerði það gott í Grill 66-deildinni í vetur. Meiðsla- og veikindalisti Framliðsins er langur og þótt efniviður sé fyrir hendi í Úlfarsárdal þá nægði hann ekki til þess að veita Valsliðinu keppni í fyrsta leik liðanna. Að óbreyttu má reikna með að á brattan verði að sækja fyrir Framliðið í Lambhagahöllinni á laugardaginn og að leikir liðanna á keppnistimabilinu verði ekki mikið fleiri.

Valsmenn voru greinilega staðráðnir í að hleypa leikmönnum Fram ekkert upp á dekk. Þeir tóku öll völd strax á fyrstu mínútum. Eftir 10 mínútur var staða Fram orðin erfið og fimm mínútum síðar, 13:4, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Ungmennalið Fram með Rúnar Kárason fékk lítt við ráðið öflugan varnarleik Valsara. Sóknarleikur Vals gekk liðslega og til að bæta gráu ofan á svart skoruðu leikmenn Vals grimmt með langskotum yfir leikvöllinn áður en Framliðinu tókst að manna marki, í þau skipti sem markvörður Fram-liðsins var gert að yfirgefa leikvöllinn.

Munurinn var orðinn 12 mörk, 20:8, eftir 25 mínútur og 22:11 þegar 30 mínútur voru liðnar. Rúnar skoraði átta af 11 mörkum Fram í fyrri hálfleik og ljóst að það gat verið þrautin þyngri fyrir Einar Jónsson þjálfara Fram að messa yfir sínum mönnum í hálfleik og fá þá til þess að ljúka leiknum með reisn.

Benedikt Gunnar Óskarsson sýndi sparihliðarnar eins og fleiri leikmenn Vals. Benedikt skoraði fjölbreytt mörk og mörk hver stórglæsileg.

Munurinn var orðinn 15 mörk að loknum 10 mínútum í síðari hálfleik og Arnar Þór Fylkisson búinn að leysa Björgvin Pál Gústavsson landsliðsmarkvörður af á vaktinni í markinu Valsara. Bæði lið nánast biðu eftir leiktímanum lyki.

Sjá einnig:
Myndskeið: Þetta var bara hrein hörmung
Myndskeið: Feginn að vera með þetta forskot í hálfleik

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 7/1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7, Allan Norðberg 6, Magnús Óli Magnússon 6, Agnar Smári Jónsson 3, Ísak Gústafsson 2, Andri Finnsson 2, Vignir Stefánsson 2, Alexander Peterson 1, Róbert Aron Hostert 1, Aron Dagur Pálsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Bergur Elí Rúnarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1, 44% – Arnar Þór Fylkisson 4, 30,8%.
Mörk Fram: Rúnar Kárason 12, Ívar Logi Styrmisson 5/5, Bjartur Már Guðmundsson 2, Dagur Fannar Möller 2, Arnar Snær Magnússon 1, Jóhann Karl Reynisson 1,
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 5, 18,5% – Arnór Máni Daðason 0, Breki Hrafn Árnason 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -