- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn eru í þriðja flokki – ægisterk lið bíða

Valsmenn hafa í mörg horn að líta í Evrópudeildinni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út styrkleikaflokkana sem dregið verður úr í fyrramálið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar í karlaflokki. Íslands- og bikarmeistarar Vals eru í þriðja flokki af sex.


Liðin sem hlupu yfir undankeppnina eru í þremur efstu flokkunum en liðin tólf sem fóru klakklaust í gegnum tvær umferðir undankeppninnar skipa flokk fjögur, fimm og sex.
Valur mun þar með dragast á móti einu liði úr öllum flokkum nema úr þeim þriðja. Ljóst er að Valur getur lent í mjög erfiðum riðli með félagsliðum frá Frakklandi, Spáni, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Byrjað verður að draga klukkan 9 árdegis á morgun í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. Fyrsta umferð verður þriðjudaginn 25. október. Riðlakeppnin stendur fram í febrúar.

Dregið verður fjóra riðla með sex liðum í hverjum.

Flokkaskiptingin er þessi:

Flokkur 1:
Skjern Håndbold, Danmörku – PAUC, Frakklandi – Füchse Berlin, Þýskalandi – SL Benfica, Portúgal.

Flokkur 2:
Fraikin BM Granollers, Spáni – HC Eurofarm Pelister, Norður Makedóníu – Kadetten Schaffhausen, Sviss – Ystads IF HF, Svíþjóð.

Flokkur 3:
Balatonfüredi KSE, Ungverjalandi – Valur – Tatran Presov, Slóvakíu – HC Motor, Úkraínu.

Flokkur 4:
Bidasoa Irun, Spáni – SG Flensburg-Handewitt, Þýskalandi – Frisch Auf Göppingen, Þýskalandi – Sporting CP, Portúgal.

Flokkur 5:
RK Nexe, Króatíu – Skanderborg-Aarhus, Danmörku – TM Benidorm, Spáni – Montpellier Handball, Frakklandi.

Flokkur 6:
ALPLA HC Hard, Austurríki – Fejér-B.A.L. Veszprém, Ungverjalandi – Ferencváros (FTC), Ungverjalandi – Aguas Santas Milaneza, Portúgal.

Nokkir Íslendingar leika með liðunum sem geta mætt Val.
Skjern: Sveinn Jóhannsson.
PAUC: Kristján Örn Kristjánsson, Donni.
Kadetten: Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari, Óðinn Þór Ríkharðsson.
HC Motor: Roland Eradze, aðstoðarþjálfari.
Flensburg: Teitur Örn Einarsson.
Alpla Hard: Hannes Jón Jónsson, þjálfari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -