- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn eru klárir í titilvörnina

Leikmenn Vals hafa ástæðu til þess að fagna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik með þriðja örugga sigrinum á Selfossi í undanúrslitum. Að þessu sinni munaði níu mörkum á liðunum, 36:27, þegar leiktíminn var úti i Origohöllinni. Valur var með sjö marka forskot í hálfleik, 19:12.


Valur, sem er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari í handknattleik karla, mætir annað hvort Haukum eða ÍBV í úrslitum. Rimmu Hauka og ÍBV er ólokið en verður framhaldið á þriðjudagskvöld.


Eins og í fyrri viðureignum Vals og Selfoss þá voru liðin jöfn framan af. Í kvöld var jafnvægi í leiknum í um 20 mínútur. Eftir það stungu Valsmenn af og unnu afar öruggan sigur eins og úrslitin gefa til kynna.


Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 8/5, Stiven Tobar Valencia 6, Finnur Ingi Stefánsson 5, Vignir Stefánsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2/1, Agnar Smári Jónsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 32,5%.

Mörk Selfoss: Alexander Már Egan 5, Tryggvi Þórisson 5, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Ragnar Jóhannsson 2, Hergeir Grímsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 6/1, 20% – Sölvi Ólafsson 1, 7,7%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -