- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn gerðu út um leikinn í síðari hálfleik

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 10 mörk í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur vann stórsigur á HK, 39:24, eftir fremur ójafnan síðari hálfleik í 16. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höll Valsara í kvöld. Þar með hefur Valur minnkað forskotið á milli sín og FH niður í eitt stig en liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. FH á leik inni á heimavelli gegn Fram sem fram fer á þriðjudaginn í næstu viku.

HK er áfram í 10. sæti af 12 liðum Olísdeildar með níu stig, stigi fyrir ofan Víkinga en aðeins stigi á eftir KA sem hefur ekki vegnað sem best undanfarnar vikur.

HK-ingar veittu Valsmönnum keppni í fyrri hálfleik í kvöld. Aðeins var þriggja marka munur á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:13. Fljótlega í síðari hálfleik sýndu Valsmenn mátt sinn og megin. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var forskot Vals komið í tíu mörk og úrslitin máttu heita ráðin.

Akureyringurinn Arnar Þór Fylkisson átti stórleik í marki Vals. Hann varði 16 skot, 42%. Benedikt Gunnar Óskarsson lék við hvern sinn fingur í sókninni, skoraði 10 mörk, ekkert þeirra úr vítaköstum, og átti einnig átta sköpuð færi. Selfyssingurinn Ísak Gústafsson var einnig afar öflugur með sjö mörk.

Magnús Óli Magnússon virðist hafa náð bata eftir eymsli í síðustu viku sem héldu honum frá þátttöku í Evrópuleik Vals í Sabac í Serbíu á laugardaginn. Magnús Óli skoraði fjögur mörk í fimm skotum auk fimm skapaðra færa.

HK-ingar voru ekki með alla sína sterkustu leikmenn því enn eru einhverjir á sjúkralista. Má þar m.a. Sig­urður Jef­fer­son Guar­ino, Pálma Fann­ar Sig­urðsson og Hafstein Óla Berg Ramos Rocha.

Kári Tómas Hauksson var markahæstur með átta mörk, fimm þeirra úr vítaköstum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10, Ísak Gústafsson 7/2, Magnús Óli Magnússon 4, Andri Finnsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Daníel Örn Guðmundsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Bergur Elí Rúnarsson 2.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 16, 42,1% – Björgvin Páll Gústavsson 0.

Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 8/5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Júlíus Flosason 3, Styrmir Máni Arnarsson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Jón Karl Einarsson 1, Benedikt Þorsteinsson 1, Kristján Ottó Hjálmsson 1, Ágúst Guðmundsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 10/1, 28,6 – Róbert Örn Karlsson 6,7%.

Tölfræðin hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -