- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn gjörsigruðu sauðþráa Spánverja

Stiven Tobar Valencia og Benedikt Gunnar Óskarsson verða í eldlínunni með Val í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valsmenn eru komnir í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir magnaðan leik gegn sauðþráum leikmönnum og þjálfara spænska liðsins Benidorm í Origohöllinni í kvöld, 35:29, eftir að hafa verið yfir, 17:15, að loknum fyrri hálfleik. Valsmenn léku frábærlega í 45 mínútur í kvöld og hreinlega léku sér að Benidorm liðinu í frábærri stemningu.

Spánverjarnir voru svo sannarlega sauðaþráir að halda sig við sama leikskipulagið frá upphafi til enda þótt löngu væri ljóst að það skilaði sér ekki.


Næsti leikur Valsmanna verður við PAUC á heimavelli eftir viku og með sigri gæti Valur haldið þriðja sætinu fyrir lokaumferðina eftir tvær vikur í Ystads.


Valsmenn byrjuðu leikinn illa, jafnt í vörn sem sókn. Þeim gekk illa að loka á sjö manna sóknarleik Benidormliðsins auk þess sem 3/2/1 vörn spænska liðsins riðlaði mjög sóknarleik heimamanna. Valsmenn létu þó ekki hug falla og upp miðjan fyrri hálfleik þegar gestirnir voru komnir með fjögurra marka forskot, 4:8, tóku Valsmenn að snúa taflinu við. Þeir skoruðu þrjú mörk á skömmum tíma og minnkuðu muninn eitt mark. Lykillinn var bættur varnarleikur og hvert markið á fætur öðru í autt mark Benidorm. Spánverjarnir létu ekki af því að leik sjö manna sóknarleik þótt þeir fengu hvert markið á fætur öðru í andlitið.
Reyndar varð Valur fyrir áfalli eftir um 20 mínútur þegar Alexander Örn Júlíusson fékk rautt spjald.


Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks komust Valsmenn yfir og náðu mest þriggja marka forystu með mikilli vinnusemi. Í hálfleik var tveggja marka munur, 17:15. Valsarar fóru með byr í seglum inn í hálfleikinn, 17:15.

Leikir 21. febrúar:
Valur - PAUC kl. 19.45
TM Benidorm - FTC, kl. 19.45.
Flensburg - Ystads, kl. 17.45.
Leikir 28. febrúar:
Ystads IF - Valur, kl. 17.45.
FTC - Flensburg kl. 19.45.
PAUC - Benidorm, kl. 19.45.

Valsmenn létu síðan kné fylgja kviði í síðari hálfleik og tók leikmenn Benidorm í karphúsið. Mestur varð munurinn 11 mörk skömmu fyrir leikslok, 35:24.


Það var hreint með ólíkindum hvað þjálfari Benidorm þrjóskaðist áfram við að leika sjö á móti sex þótt lið hans hafi beðið algjört skipbrot í síðari hálfleik. Þjálfarinn á hreinlega skilið verðlaun fyrir þrjóskuna og að berja hausnum við steininn í 40 mínútur með gjaldþrota leikáætlun.


Magnús Óli Magnússon var frábær í liði Vals. Sennilega hefur hann sjaldan átt betri leik á ferlinum.

Miðasala á leikinn við PAUC – smellið hér.

Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 9, Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Finnur Ingi Stefánsson 5, Vignir Stefánsson 5, Tjörvi Týr Gíslason 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Arnór Snær Óskarsson 1, Aron Dagur Pálsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 33% – Motoki Sakai 2, 40%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -