- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn hófu sig til flugs

Þorgils Jón Svölu Baldursson er klár í slaginnv ið Ystads í kvöld. Mynd/Halfiði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur hóf sig til flugs í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld með stórbrotnum leik og frábærum sigri á ungverska liðinu FTC, 43:39, í Origohöllinni á Hlíðarenda. Umgjörðin á leiknum var Val til mikils sóma en því miður hefðu svo sannarlega fleiri áhorfendur mátt mæta á leikinn. Á svona viðureignum á Origohöllin að vera fullsetin.

Valsmenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda, m.a. var sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 22:15. Fyrri hálfleikur var frábær af hálfu Valsliðsins. Segja má að flest ef ekki nær því allt hafi gengið upp.


Mestur var munurinn 10 mörk snemma í síðari hálfleik, 26:16. Ungverska liðið reyndi hvað það gat til þess að minnka muninn. Það náði að koma muninum niður í fjögur mörk undir lokin en þá var orðiðið svo lítið eftir af leiktímanum að mesta hættan fyrir Valsmenn var úr sögunni. Nær komst ungverska liðið ekki .

Arnór Snær Óskarsson skoraði sjö mörk í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Gríðarlegur hraði var í leiknum og virtist þar af leiðandi leikstíll Valsmanna ganga fullkomlega upp. Ungverjar sprungu á limmunni í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari. Þeir brugðu á það ráð í síðari hálfleik að fækka eða draga úr skiptingum á milli varnar og sóknar. Þá gekk þeim betur að ráða við þann mikla hraða sem Valsmenn buðu þeim upp á.

Mörk Vals: Þorgils Jón Svölu Baldursson 8, Arnór Snær Óskarsson 7, Magnús Óli Magnússon 7, Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Stiven Tobar Valencia 5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Róbert Aron Hostert 4, Vignir Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 10% – Sakai Motoki 1, 14,2%.

Mörk FTC: Máté Lékai 9, Alex Bognár 6, Dávid Debreczeni 5, Bnece Nágy 4, Zsolt Balogh 4, Bendegúz Bujdosó 4, Péter Kovacsics 3, Vitkro Prainer 2 Sándor Bohács 1, Kristóf Csörgo 1.

Handbolti.is var Origohöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -