- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn lögðu nýliðana í æfingaleik

Óskar Bjarni Óskarsson, hinn sigursæli þjálfari Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valsarar höfðu betur í æfingaleik við nýliða Olísdeildar karla, HK, í handknattleik karla í Origohöllinni í kvöld, 26:22, eftir að hafa verið með sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:9.

Valur var með talsverða yfirburði í fyrri hálfleik og náði snemma sex marka forskoti, 10:4, gegn HK-ingum sem eru nýlega komnir heim eftir að hafa verið ytra í æfingabúðum í viku.


Leikurinn jafnaðist talsvert í síðari hálfleik, að sögn tíðindamanns handbolta.is í Origohöllinni en meðan Valur lék á sínu sterkasta liði var greinilegur munur á liðunum.

Allir leikmenn liðanna sem kallaðir voru til þátttöku fengu að spreyta sig eins og venjan er í æfingaleikjum.

Nokkrir fjarverandi

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha lék ekki með HK. Hjá Val voru Ísak Gústafsson, Bergur Elí Rúnarsson og Alexander Petersson fjarverandi. Sá síðastnefndi er væntanlegur til landsins frá Þýskalandi eftir viku.

Næsti leikur HK á undirbúningstímanum verður gegn Gróttu í UMSK-mótinu á miðvikudaginn 30. ágúst í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Óvíst er hvort Valur leikur fleiri leiki á næstunni.

Tengdar fréttir:

Olísdeild karla.

Leikjadagskrá Olísdeildanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -