- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn og Eyjamenn hefja keppni í Olísdeildinni

Björgvin Páll Gústavsson og samherjar í Val taka á móti ÍBV í upphafsleik Olísdeildar í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Upphafsleikur deildarinnar verður á milli Vals og ÍBV. Viðureignin fer fram í N1-höll Vals á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. Fyrir þá sem ekki komast á Hlíðarenda í kvöld þá verður hægt að horfa á leikinn í handboltapassanum.

Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vals frá því á síðustu leiktíð lauk. Þrautreyndir leikmenn eins og Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson eru hættir auk annarra sem ýmist hafa farið í önnur lið eða hafa ákveðið að láta gott heita á handknattleikssviðinu. Tveir leikmenn Vals fóru utan í atvinnumennsku, Benedikt Gunnar Óskarsson til Kolstad í Noregi og Tjörvi Týr Gíslason til Bergischer HC í Þýskalandi.
Einnig hætti Aron Dagur Pálsson hjá félaginu.

Í staðinn komu Færeyingurinn Bjarna í Selvindi, svartfellski línumaðurinn Miodrag Corsovic og Kristófer Mána Jónasson, hægri hornamaður.

Nokkrar breytingar

„Ég er sáttur við þá stöðu sem við erum í á undirbúningstímanum,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV í samtali við handbolta.is á dögunum. Magnús er að hefja sitt annað keppnistímabil sem aðalþjálfari ÍBV.

Helstu breytingar á liði ÍBV frá síðasta tímabili eru að Arnór Viðarsson og Elmar Erlingsson fóru út í atvinnumennsku í handknattleik, annars vegar í Danmörku og hinsvegar til Þýskalands.

ÍBV fékk m.a. til liðs við sig Kristófer Ísak Bárðarson, Króatann Marino Gabrieri, Róbert Sigurðarson. Sá síðarnendi sneri til baka eftir árs veru hjá Drammen í Noregi.

Flýtt um sólarhring

Leiknum var flýtt um sólarhring vegna þátttöku Vals í forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn leggja af stað til Króatíu snemma í fyrramálið vegna síðari viðureignar sinnar við RK Bjelin Spacva Vinkovc á laugardaginn.

Næstu leikir Olísdeildar karla fara fram annað kvöld en þá hefst einnig keppni í Olísdeild kvenna.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Valur og FH þykja líklegust til sigurs annað árið í röð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -