- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn standa vel að vígi

Leikmenn Vals fagna öruggum sigri í KA-heimilinu í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur stendur afar vel að vígi eftir sigur á KA í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld, 30:26. Sigur Valsmanna var afar öruggur en fimm mínútum fyrir leiksloka voru þeir með átta marka forskot en þeir náðu mest 10 marka forskoti, 28:18.


Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Vals, Origohöllinni, á föstudagskvöldið og miðað við leikinn í kvöld eiga Valsmenn sæti í undanúrslitum næsta víst.

Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, og réði lögum og lofum í síðari hálfleik þótt Árni Bragi Eyjólfsson færi á kostum í liði KA. Aðrir í liði KA stóðu honum langt að baki og því fór sem fór. Árni Bragi skoraði 15 mörk, tvö úr vítaköstum.

Agnar Smári Jónsson lék einnig afar vel fyrir Val og geigaði aðeins á einu af tíu skotum sínum á markið. Valsliðið mætti afar vel stemmt til leiks og gaf KA-mönnum fá færi á sér.

Agnar Smári Jónsson skorar eitt níu marka sinna fyrir Val. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 15/2, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Jóhann Einarsson 1, Áki Egilsnes 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 15, 34,9%.
Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 9, Finnur Ingi Stefánsson 5/1, Einar Þorsteinn Ólafsson 3, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Róbert Aron Hostert 2, Vignir Stefánsson 2, Stiven Tobar Valencia 1, Anton Rúnarsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 8, 38,1% – Einar Baldvin Baldvinsson 6, 33,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -