- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn sterkari á endasprettinum – Haukar sóttu tvö stig að Varmá

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur heldur sínu striki í Olísdeild karla í handknattleik og vinnur hvern leikinn á eftir öðrum. Í kvöld lögðu Valsmenn Íslandsmeistara ÍBV, 33:30, í N1-höllinni á Hlíðarenda, eftir að hafa verið undir í leiknum í 45 mínútur. Leikmenn Vals voru sterkari á lokakaflanum og náðu aðeins að hrista Eyjamenn af sér. Miklu munaði að Björgvin Páll Gústavsson varði nokkur skot úr opnum færum þegar á leikinn leið og leikurinn var í járnum.

ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Arnór Viðarsson og Petar Jokanovic markvörður voru bestu menn ÍBV. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 10 mörk fyrir Val og var með fullkomna nýtingu í vítaköstum.

Petar Jokanovic, markvörður ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fljótir að jafna sig eftir tap

Haukar voru ekki lengi að jafna sig eftir tapið fyrir KA á heimavelli á laugardaginn. Þeir mættu ákveðnir í Mosfellsbæinn í kvöld og unnu sannfærandi sigur, 28:24, þrátt fyrir að hinn þrautreyndi markvörður Aron Rafn Eðvarðsson væri fjarverandi. Haukar voru marki yfir í hálfleik, 15:14. Þeir höfðu yfirhöndina allan síðari hálfleik þegar sóknarleikurinn brást Aftureldingarmönnum.

Með sigrinum fóru leikmenn Hauka stigi upp fyrir Fram, í fimmta sæti. Framarar eiga leik til góða. Afturelding er í þriðja sæti með 25 stig, þremur á undan ÍBV sem fékk ekkert út úr viðureigninni á Hlíðarenda.

Valur er aftur kominn stigi á eftir FH í öðru sæti Olísdeildar. FH á inni viðureign við Stjörnuna á laugardaginn.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Valur – ÍBV 33:30 (15:17).
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10/5, Magnús Óli Magnússon 8, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Ísak Gústafsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Allan Norðberg 2, Andri Finnsson 1, Alexander Örn Júlíusson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14, 31,8%.

Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 8, Elmar Erlingsson 5/1, Daniel Esteves Vieira 3, Gauti Gunnarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Breki Þór Óðinsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 17, 35,4% – Pavel Miskevich 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Afturelding – Haukar 24:28 (14:15).
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7/1, Birgir Steinn Jónsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Ihor Kopyshynskyi 3, Stefán Magni Hjartarson 1, Jakob Aronsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 10/1, 43,5% – Jovan Kukobat 9, 39,1%.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 8/1, Geir Guðmundsson 7, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12/1, 33,3%.

Tölfræðin leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -