- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur áfram á toppnum, HK vann – úrslit leikja dagsins

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur heldur sínu striki í efsta sæti Olísdeildar kvenna og er áfram taplaust eftir fimm umferðir. Valur vann Stjörnuna naumlega, 25:23, í hörkuleik í Origohöllinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í deildinni.


Hlé verður nú gert á keppni í Olísdeild kvenna fram í miðjan nóvember vegna landsleikja.


Valur byrjaði leikinn betur og komst m.a. fjórum mörkum yfir áður en Stjarnan tók að bíta hressilega frá sér. Daria Zecevic varði vel í markinu og Helena Rut Örvarsdóttir fór mikinn í sóknarleiknum. Staðan í hálfleik var 14:13, Val í vil.


Í síðari hálfleik var jafnt á flestum tölum allt til loka. Thea Imani Sturludóttir innsiglaði sigur Vals 15 sekúndum fyrir leikslok, 25:23. Nokkru áður hafði Stjarnan átt sókn og gat jafnað metin.

Valgerður mætti og HK vann

HK gerði sér lítið fyrir og lagði KA/Þór í Kórnum, 28:22, en þetta var fyrsti sigur HK-liðsins í deildinni. Endurkoma Valgerðar Ýrar Þorsteinsdóttur hafði jákvæð áhrif á HK-liðið auk þess sem Ethel Gyða Bjarnesen varði vel. Sanngjarn sigur HK-liðsins sem lék afar vel í síðari hálfleik.


Fram var með yfirhöndina frá upphafi til enda í heimsókn sinni í Sethöllina á Selfossi, lokatölur, 30:27. Nýliðar Selfoss bíða þar með enn eftir fyrsta sigri sínum á heimavelli á keppnistímabilinu.

Naumt hjá ÍBV

Sunna Jónsdóttir skoraði sigurmarkið 13 sekúndum fyrir leikslok. Haukar áttu síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana til tekna.

ÍBV er þar með komið með sex stig eftir fimm leiki og sitja í þriðja sæti. Haukar eru með tvö stig.

Einnig var fylgst með leikjum dagsins á leikjavakt.

Valur – Stjarnan 25:23 (14:13).
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Mariam Eradze 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 7, 26,9% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Eva Björk Davíðsdóttir 5/4, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Britney Cots 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2/1, Stefanía Theodórsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 9, 27,3%.


HK – KA/Þór 28:22 (13:14).
Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 10, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 6, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Sóley Ívarsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Margrét Guðmundsdóttir 1, Alfa Brá Hagalín 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 13, 37,1% – Margrét Ýr Björnsdóttir 1/1, 100%.
Mörk KA/Þór: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5/3, Júlía Björnsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 2, Svala Björk Svavarsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Nathalia Soares Baliana 1.
Varin skot: Matea Lonac 9, 24,3%.

Haukar – ÍBV 23:24 (11:16).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Natasja Hammer 3, Ena Car 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8, Elísa Helga Sigurðardóttir 2.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Sunna Jónsdóttir 5, Ingibjørg Olsen 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Marija Jovanovic 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 18.

Selfoss – Fram 27:30 (14:18).
Mörk Selfoss: Roberta Ivanauskaité 11, Katla María Magnúsdóttir 9/5, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 2.
Varin skot: Cornelia Hermansson 13/1, 30,2%.
Mörk Fram: Madeleine Lindholm 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 5/2, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Tamara Jovicevic 2/1, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, 29,7% – Soffía Steingrímsdóttir 0.

Staðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -