- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur hafði yfirburði í fyrsta leiknum við ÍBV

Sigríður Hauksdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir leikmenn Vals. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Valur átti ekki í teljandi erfiðleikum með ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Þótt aðeins sex mörkum hafi munað á liðunum þegar upp var staðið, 28:22, þá voru yfirburðir Vals slíkir lengst af í fyrri hálfleik að nánast var eitt lið á vellinum.

Staðan eftir 30 mínútur var 18:11. Næsta viðureign liðanna verður í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldið.


Valsliðið byrjaði af miklum krafti í kvöld. Leikmenn ÍBV virtust ekki vera með á nótunum. Eftir 20 mínútna leik var staðan 13:4. Leikmenn Vals léku við hvern sinn fingur með hröðum leik sem Eyjaliðið fékk ekkert við ráðið.

Þegar kom fram í síðari hálfleik dró aðeins saman með liðunum en sigur Vals var aldrei í hættu.

Mörk Vals: Sigríður Hauksdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10, 38,5% – Sara Sif Helgadóttir 5, 45,5%.

Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Karolina Olszowa 2, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1, Þóra Björg Stefánsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 4, 13,3% – Réka Edda Bognár 3, 60%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -