- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur í erfiðleikum á Alicante – seinni orrustan eftir

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals ræði við leikmenn sína á æfingu síðdegis í gær. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

„Við vorum í erfiðleikum með varnarleikinn okkar allan leikinn, töpuðum of mörgum stöðum maður gegn manni. Okkur tókst ekki að ná nógu mörgum stoppum. Þar á ofan gerðum við alltof mikið af mistökum í sóknarleiknum, ekki síst í fyrri hálfleik. Við vorum þá með ellefu tapað bolta sem er alltof mikið gegn jafn sterku lið og Elche,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals við handbolta.is eftir fimm marka tap, 30:25, fyrir Club Balonmano Elche í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Pabellon Esperanza Lag í Elche í hádeginu í dag.


Síðari leikurinn fer fram á sama stað á morgun og hefst klukkan 11. Samanlagður sigurvegari í leikjunum kemst í 16-liða úrslit keppinnar.


Valur var sex mörkum undir í hálfleik í dag, 16:10.

Mest níu mörkum undir

„Við vorum mest níu mörkum undir í síðari hálfleik og tókst að rétta aðeins stöðuna með því að minnka muninn niður í fimm mörk fyrir leikslok. Þar af leiðandi eigum við einhvern möguleika fyrir morgundaginn. Daginn í dag verðum við að nýta til þess að búa okkur vel undir síðari leikinn og freista þess að geta komið liðsmönnum Elche á óvart á morgun á erfiðum útivelli. Við munum leggja allt í sölurnar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals við handbolta.is eftir tapið á Alicante í dag.


Mörk Vals: Mariam Eradze 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 3, 13% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2, 22%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -