- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur Íslandsmeistari 2024 – annað árið í röð – vann 29 af 30 leikjum

Íslandsmeistarr Vals í handknattleik kvenna 2024. Ljósmynd/Mummi Lú/HSÍ
- Auglýsing -

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handknattleik kvenna annað árið í röð og í nítjánda sinn frá upphafi þegar liðið lagði Hauka, 28:25, í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistartitilinn í N1-höllinni á Hlíðarenda. Annað árið í röð fór Valur einnig í gegnum úrslitakeppnina án taps.
Alls lék Valur 30 leiki á tímabilinu og vann 29, tapaði aðeins einum og þá fyrir Haukum í lok október. Ekki verður efast um að Íslandsbikarinn er í höndum verðskuldaðra meistara.

Eftir erfiða byrjun í leiknum í kvöld vegna talsverðrar spennu í leikmönnum þá tókst Val að vinna sig inn í leikinn. Haukar skoruðu sex af fyrstu átta mörkunum. Valur sneri við taflinu eftir leikhlé og komst yfir. Haukar voru mark yfir í hálfleik, 12:11.

Þrátt fyrir kaflaskipti var Valur öflugri í síðari hálfleik og vann verðskuldaðan sigur þegar upp var staðið.

Hafdís mikilvægust

Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var valin miklvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún fór á kostum, ekki síst í tveimur síðustu leikjunum af þremur í úrslitarimmunni við Hauka.

Haukar féllu úr leik í undanúrslitum í fyrra. Að þessu sinni komst liðið skrefinu lengra og fékk silfur. Hvað gerist á næsta ári?

Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 20.

Mörk Hauka: Sara Odden 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 10.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is í var á Hlíðarenda og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -