- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur mætir Bertu og Jóhönnu – Haukar til Króatíu

Valur mætir sænska liðinu Kristianstad HK í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Ljósmynd/Aðsend
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna mætir Íslendingaliðinu Kristianstad HK í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Vals 9. eða 10. nóvember og síðari viðureignin ytra viku síðar ef liðin kjósa að leika heima og að heiman.

Með Kristianstad HK leika Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona.

Kristianstad er í fjórða sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki og mætir Skuru í kvöld í lokaleik 4. umferðar. Kristianstad vann hollenskt liðið Westfriesland SEW með samanlagt 19 marka mun í síðustu umferð Evrópubikarkeppninnar.

Lengra ferðalag Hauka

Lengra ferðalag bíður Hauka því Hafnarfjarðarliðið dróst á móti HC Dalmatinka Ploce frá Króatíu. Ploce á heimaleikjarétt fyrri helgina, þ.e. 9. og 10. nóvember.

HC Dalmatinka Ploce er í sjötta sæti króatísku úrvalsdeildarinnar að loknum fjórum leikjum með fimm stig, 2 sigrar, eitt jafntefli og eitt tap.

HC Dalmatinka Ploce vann ZRK Borac frá Bosníu samanlagt með 10 marka mun, 55:45, í 64-liða úrslitum.

Dregið var í 32-liða úrslit í dag og voru Haukar og HC Dalmatinka Ploce síðustu liðin sem dregin voru í skálunum góðu í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

Það skýrist á næstu dögum hvort íslensku liðin leika heima og að heiman í 32-liða úrslitum. Þau kusu bæði að leika á útivelli í fyrstu umferð, 64-liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -