- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur meistari eftir krappan dans við KA

Valur, Coca Cola-bikarmeistari karla 2022. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valsmenn fögnuðu sigri í Coca Cola-bikarnum í handknattleik karla eftir sigur á KA, 36:32, í hörkuskemmtilegum úrslitaleik á Ásvöllum í dag. Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur bikarkeppnina í karlaflokki.

KA-menn veittu gríðarlega mótspyrnu hvattir á fram af á annað þúsund stuðningsmönnum sínum sem létu svo sannarlega sitt ekki eftir liggja. KA-menn geta svo sannarlega borið höfuð sitt hátt eftir þá stórbrotnu frammistöðu sem þeir sýndu innan vallar sem utan að þessu sinni.


KA-menn náðu frumkvæðinu í fyrri hálfleik og voru hreinlega óheppnir að vera ekki þremur mörkum yfir í hálfleik í stað tveggja, 17:15, eins og raun varð á.
Eftir um tíu mínútna leik náðu Valsmenn frumkvæðinu og tveggja marka forskoti. Eftir það önduðu KA-menn ofan í hálsmálið á þeim allt til leiksloka en aðeins var eins marks munur, 31:30, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá varði Björgvin Páll skot frá Arnóri Ísaki Haddssyni í hraðaupphlaupi. Þar með fór góður möguleiki á að jafna metin. Valur hélt forskoti sínu til leiksloka og vann með fjögurra marka mun sem var langt umfram það sem þróun leiksins bauð upp á.

Arnór Snær Óskarsson var valinn mikilvægast leikmaður úrslitahelgarinnar í karlaflokki. Mynd/HSÍ


Valsmenn lentu svo sannarlega í kröppum dans en tókst að standast álagið gegn gríðarlega baráttuglöðum leikmönnum KA sem mættu til þess að skilja allt eftir þegar upp var staðið. Það tókst þeim svo sannarlega enda voru þeir e.t.v. ekki margir sem veðjuðu á þá fyrirfram.


Mörk Vals: Vignir Stefánsson 7, Magnús Óli Magnússon 6, Finnur Ingi Stefánsson 6, Arnór Snær Óskarsson 5/3, Róbert Aron Hostert 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5, 19,2% – Sakai Motoki 5, 31,3%.
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 9/6, Ólafur Gústafsson 8, Patrekur Stefánsson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Allan Norðberg 2, Haraldur Bolli Heimisson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8, 27,6% – Bruno Bernat 4, 21,1%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -