- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur mótmælir yfirvofandi leikbanni Alexanders

Alexander Örn Júlíusson er kannski á leiðinni í leikbann í næsta leik Vals í Evrópudeildinni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alexander Örn Júlíusson á yfir höfði sér eins leiks bann eftir að hafa verið útilokaður á 18. mínútu viðureignar Vals og Benidorm í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í síðustu viku. Verði bannið staðfest tekur Alexander Örn ekki þátt í leiknum við Flensburg-Handewitt í Origohöllinni 22. nóvember sem væri mikið áfall fyrir Val því Alexander er einn reyndasti og öflugasti varnarmaður liðsins.


Jón Halldórsson, hjá handknattleiksdeild Vals, staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Hann sagði að Valsmenn vera að vinna í greinargerð sem send verður aganefnd Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Við úrskurðinn verði ekki unað þegjandi og hljóðalaust.

Greinargerð á leiðinni

„Við höfum frest fram á hádegi á morgun til að senda frá okkur greinargerð. Þessa stundina er unnið að henni í samráði við lögmann okkar. Greinargerðin fer út í fyrramálið,“ sagði Jón sem er eins og aðrir Valsmenn ósáttur við ákvörðun dómara leiksins og aganendar EHF þar sem ljóst væri að Alexander Örn hafi verið órétti beittur. Hann hafi alls ekki gerst brotlegur. Það komi skýrt í ljós á sjónvarpsupptöku frá leiknum.

Grátlegt fyrir alla

Næstu leikur Vals í Evrópudeildinni verður í Origohöllinni gegn þýska stórliðinu Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. „Það væri grátlegt, bæði fyrir Alexander og okkur ef hann verður ekki með okkur í þessum stórleik. Við þurfum svo sannarlega á honum að halda,“ sagði Jón ákveðinn.


Eftir því sem fram kemur í skýrslu danskra dómara leiks Benidorm og Vals gerðist Alexander Örn brotlegur við reglu 8:6 að mati dómaranna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -