- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur og ÍBV unnu í háspennuleikjum

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmark ÍBV í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV og Valur unnu andstæðinga sína, Hauka og Stjörnuna, með eins marks mun, 25:24 og 20:19, í hörkuspennandi leikjum liðanna í þriðju umferð undanúrslita Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld.

Valur hefur þar með unnið tvo leiki í einvíginu en Stjarnan einn. Sömu sögu er að segja um rimmu ÍBV og Hauka. Eyjakonur eru með tvo sigra í pokahorninu en Haukar einn. Fjórða umferð undanúrslita fer fram á laugardaginn á Ásvöllum og í TM-höll Stjörnunnar.

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, markvörður Vals, kom í veg fyrir framlengingu í Origohöllinni þegar Valur lagði Stjörnuna með sömu markatölu og í annarri viðureign liðanna, 25:24.

Hrafnhildur Anna varði frá Britney Cots á síðustu sekúndu.
Þetta virðist vera uppskriftin að leikjum liðanna því í öðrum leik á mánudaginn varði Sara Sif Helgadóttir markvörður Vals á síðustu sekúndum frá Helenu Rut.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir innsiglaði nauman sigur ÍBV, 20:19, á Haukum í hörkuleik í Vestmannaeyjum.

Valur var með fjögurra marka forskot eftir fyrri hálfleik, 15:11. Stjarnan sótti í sig veðrið í síðari hálfleik svo síðustu 10 mínúturnar mátti vart á milli liðanna sjá.

Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV varði vítakast frá Elínu Klöru Þorkelsdóttir í jafnri stöðu, 19:19, þegar skammt var til leiksloka í Vestmannaeyjum. ÍBV-liðið náði varnarkasti og tókst að tryggja sér nauman sigur.

ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10:8.

ÍBV – Haukar 20:19 (10:8).
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7/2, Ásta Björt Júlíusdóttir 4/1, Elísa Elíasdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15/2, 44,1%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6/2, Natasja Hammer 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Sara Odden 2, Ena Car 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 11, 35,5%.

Valur – Stjarnan 25:24 (15:11).
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/4, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Mariam Eradze 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Karlotta Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 7/1, 25,9% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 9/1, Helena Rut Örvarsdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Britney Cots 1, Stefanía Theodórsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 8, 27,6% – Elísabet Millý Elíasardóttir 1, 20%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -